Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 29
inn, tottandi langan, boginn vindil og við gengum fyrir. — Eftir svo sem tvö hundruð metra vegalengd frá höfninni vorum við komin inn í borgina — það var jafn óvænt eins og að sjá þessa fallegu eyju allt í einu rísa úr hafinu, kannski væri nær að kalla þetta þorp en borg, eða kaupstað — íbúarnir voru naumast yfir þrjú fjögur hundruð, en þetta er höfuðborgin — hafnarborgin — eina borgin á Holbox og allir íbúarnir á eyjunni búa þar við sandbornar götur, litlu stráþöktu húsin eru vel umgengin og hrein — sum hafa verið máluð í skemmtilegum litum, húsin eru númeruð og göturnar heita hver um sig sínu fallega nafni. Á miðju torgi er stytta af Juarez hinum fræga syni Mexico — undir pálmatrjánum sitja áhyggjulausir íbúar eyjarinnar á hvítskúruðum trébekkjum, innan um blómin og fuglana — öðrumegin við torgið er kirkjan — kirkjuklukkumar hanga utaná henni eins og í Mexico. — Á altarinu er hvítur blúndudúkur, slitinn af elli, en fallega bættur og stoppaður, kirkjan er skreytt með heimatil- búnum pappírsblómum og flösk- um fylltum af lituðum sandi — uppí rjáfrinu hanga model af bát- um og skipum — allt er gert af listrænni smekkvísi og umhyggju, sem vekur hátíðlega stemmningu í öllum sínum einfaldleika. Presturinn býr ekki á eyjunni og hefir yfir sjó að sækja. Ráðhúsið er stærsta húsið á Holbox — þar er smávaxni borg- arstjórinn og borgarráð til húsa. — Þessi smávaxni maður er Mayahöfðinginn á Holbox, virðulegur á svip með sakleysisleg augu. Pósthúsið er einnig notað sem skóli og samkomuhús eftir þörf- um. í borginni eru tvær verzlanir, sem fróðlegt var að sjá — þar var ótrúlegt samsafn af allskyns vör- um: bjórflöskur, vín, niðursuðu- dósir, skór, föt, álnavara, kaðall, pottar og pönnur, stráhattar, ank- eri, önglar og krókar, leikföng, kex, smíðatól, hreindýraskinn, tó- bak — en mesta forvitni vekur þó tugir hakkavéla á einu borðinu — ég gat ekki setið á mér að spyrja vingjarnlega, litla borgarstjórann, hversvegna væri svona mikið keypt af hakkavélum — borgar^ stjórinn kváði eins og hann hefði ekki skilið orðið hakkavél og lit- aðist um í búðinni — en ég benti þá til frekari skýringar á hakka- vélarnar — „ah! las maquinas, dios mio — þetta eru maskínur til þess að mala korn — já, já, við hérna á Holbox fylgjumst vel með framförum — við erum löngu hættir að nota steina til þess að mala korn, nú á dögum mölum við allt okkar korn í vélum eins og Ameríkanarnir gera.“ Afkomendur hinna fornu Maya tala ennþá Mayamálízku sín á milli — eins og indíánarnir í Perú tala cetehua — en allir tala spænsku jöfnum höndum — og nú eru Mayaindíánarnir á leið á nýtt menningarstig, ef svo mætti segja — sem sumir nvena „véla- menning“ — þeir mala kornið sitt í vélum, sem við notum til þess að hakka kjöt. Meðal íbúanna á Holbox ríkir friður og samheldni — þar fyrir- finnast ekki hegningarhús og engin þörf fyrir lögreglulið. Þar er hvorki lögfræðingur, læknir eða dómari — ekki einu sinni grafari og hvergi sjáanlegur kirkjugarður — fólkið er ef til vill óvenju hraustbyggt, en einhverntíma hljóta menn þó að deyja. „Holbox er heilnæmur staður,“ sagði litli borgarstjórinn „hér veikist aldrei neinn og enginn deyr — nema þeir yngstu og þeir elstu.“ Hvert, sem litið var á eyjunni veltust bömin um í sólskininu, en inn á milli var einn og einn hæru- kollur að breiða kókoshnetu- kjarna til þerris — hverjir teljast yngstir og hverjir elstir? „Ah! Ungier eru þeir, sem ekki eru farnir að skríða — aldnir hin- ir, sem ekki geta skriðið lengur, þarna er langafi minn hann er hundrað og tveggja ára gamall, en vinnur enn á við hvern sem er — auðvitað! Pablo Gonzales varð níutíu og átta ára í vikunni, sem leið hann hélt upp á afmælið sitt með því að kvænast aftur — ynd- isleg brúður, bráðfalleg kona, að- eins níutíu og sex ára. Já við erum hraust og heilbrigt fólk — það er matarræðinu að þakka, við borðum hákarl og fisk — mikið af fiski — það er hollur matur. Því er þó ekki þannig farið að íbúarnir á Holbox nærist ein- VlKINGUR 413
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.