Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Side 53
aka bíl, því miður. Á nóttinni dreymir hann um að fljúga í for- stjórabílnum eftir nýju Reykja- nesbrautinni; í draumnum er hann alltaf á steinsteyptri braut- inni á 100 km hraða eða meira. Og þegar hann vaknar, verður hann sár og leiður. í veruleikanum má hann ekki taka í bílinn, ekki einu sinni snúa honum hálfhring í portingu, þegar hann er að dedúa við hann. Svona er að vera of ungur. Ekki svo að skilja, að hann kunni ekki að aka bíl. Hann kann fátt betur. Hann var í sveit mörg sumur áður en hann gerðist sen- dill og ók dráttarvél og jeppa frá þvi að hann var smápatti. Og frændi hans, sem er tveimur árum eldri, á nýlegan bíl, og hann kaupir hann oft til að lofa sér að aka á fáförnum vegum utan við borgina, upp við Elliðavatn og Rjúpnahæð og suður í Heiðmörk. Gallinn er bara sá, að frændinn er alveg vitlaus í stelpur, og þess vegna verða ökuferðirnar færri en hann vildi. Stelpur trufla hann eitthvað svo ónotalega, hann er ekki hann sjálfur, þegar þær eru annars vegar. Þá vill hann heldur halla sér að bílum. Og sem betur fer er frændinn oft blankur, svo ökuferðirnar verða býsna margar. Pilturinn strýkur með fingrin- um burtu rykblett af gluggakarm- inum um leið og hann gengur frá bílnum. Þá verður hugmyndin til. Kannski verður hún alls ekki til, kannski býr hún með honum, kannski er hún aðeins framhald á draumum hans nótt eftir nótt. En þegar hugsunin nær tökum á honum, er hún eins og sjálfsagður hlutur. Framkvæmdin rekur sig fyrirhafnarlaust, eins og í draumi. Hann gengur hægt og rólega með töskuna inn í skrifstofu for- stjórans, drepur á dyr, kemur inn fyrir, leggur hana á risastórt skrif- borðið og lyklana ofan á. For- VÍKINGUR stjórinn er hættur að tala í símann. Pilturinn segir: Motturnar í bílnum eru orðnar nokkuð óhreinar. Væri ekki rétt ég stryki af þeim? Jú, það er kannski rétt, ef þú mátt vera að, segir forstjórinn. Þetta verður allt forugt áður en maður veit af. Pilturinn tekur þá lyklana aftur, gengur út jafnrólega og hann kom inn, lokar á eftir sér. Hann gengur út að bílnum, opnar hann og sest í ekilssætið. Hann ræsir bílinn hik- laust og ekur út úr portinu. Hann vandar sig af fremsta megni við aksturinn, leiðir ekki hugann að öðru, veit þó undir niðri, að engir gluggar vita út að portinu, svo honum á að vera óhætt. Hann er sem í leiðslu. Eftir örstund er hann kominn út á götuna og í hringiðu umferðarinnar. Hann vandar sig sem mest hann má, allt annað er víðs fjarri núna, ekkert annað kemst að. Hann veit, hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar það. Draumurinn er að verða að veru- leika. Hann ekur ekki hratt, en berst þó óþvingað með umferðar- straumnum, inn Borgartún, Sundlaugaveg og Suður Laugar- ásveg. Þannig verður auðveldast að komast út úr borginni, svo að síst verði eftir honum tekið. Hann þarf ekki að stansa fyrr en á mót- um Langholtsvegar og Suður- landsbrautar. Hann bíður rólegur færis, enn er draumurinn meira ráðandi en veruleikinn. Þegar lagið gefst, ekur hann inn að Ell- iðaánum og síðan meðfram Skeiðvellinum. Fyrst þar andar hann léttar, sveigir óhikað fyrir Blesugrófina í áttina að Nýbýla- veginum. Hann þekkir alla takka í mælaborðinu og þýðingu þeirra, og nú tekur hann að reyna þá einn af öðrum, þurrkur, rúðuvökva, loft og hita. Hversu oft hefur hann ekki handfjatlað þessa takka, fægt þá og þurrkað og ímyndað sér þá í notkun. Því miður þarf hann ekki að nota neitt af þessum töfratækj- um núna; veður er himneskt, eins og best verður um hásumar. Sól- skyggnið eitt er nauðsynlegt, þeg- ar hann beygir niður í Fossvoginn sunnan megin. Þá man hann allt í einu eftir lögregluþjónunum tveimur við veginn um Kópavog- inn. Hann snögghemlar. Fram hjá þeim vill hann síður fara. Þeir gætu þurft að stöðva hann vegna mannaferðar yfir veginn. Á það vill hann ekki hætta, beygir því til vinstri við fyrstu gatnamót og ekur yfir hálsinn. Vegurinn er ekki sem bestur, en hann vandar sig því meira við aksturinn. Hér gefst honum ætki- færi að æfa kunnáttu sína og færni. Hann hefur aldrei ekið sjálfskiptum bíl fyrr, og honum finnst það helst til auðvelt. Hann minnist Þingvallaferðarinnar með forstjórahjónunum í síðustu viku; húsbóndi hans tók hann með til að hreinsa í kringum sumarbústað- inn. Frúin ók, en hann kúrði í aft- ursætinu og tók út með vini sínum og eftirlæti. Hún skarkaði í gír- stöng með óvissum tökum, þótt þess þyrfti alls ekki með, og í hvert sinn, sem hún þurfti að hægja á, gaf hún svo harkalega inn, þegar hún jók ferðina á nýjan leik, að það spólaði ýmist á öðru hjóli eða báðum. Hann skildi ekki í for- stjóranum að þola þetta. Hann vildi láta refsa fólki fyrir slíka meðferð á fíngerðustu ökutækj- um. Hann var sannarlega feginn, þegar þeirri ökuferð var lokið. Nú getur hann bætt bifreiðinni þetta upp, enda líður hann yfir hálsinn eins og hann sitji á dún- sæng. Rykið angrar hann. Því hafði hann gleymt. En vonandi fær hann tækifæri til að strjúka það af, áður en lýkur. Neðarlega .á Fífuhvammsveg- inum sér hann stúlku koma hlaupandi niður hliðargötu. Hún er í ljósri dragt, og pilsið nær vart 437

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.