Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 65
skipsins í Skotlandi, en tilboð í smíðina höfðu einnig komið frá Frakklandi, Noregi og Færeyjum. Samningar hafa einnig verið gerðir um þrjú samskonar skip til viðbótar fyrir færeyska útgerðar- menn. Hið nýja skip, Von mun kosta um 500.000£ og eru eigendur skipsins níu talsins, þeirra á meðal er skipstjórinn Oere Nolsoe, stýri- maðurinn Sofus Andreasen, Jon- leif Joensen, vélstjóri og Andreas Andreasen, sem verður fram- kvæmdastjóri. Það er mjög algengt í Færeyjum að sjómenn kaupi saman skip og þeir hafa stofnað hlutafélagið Norðurstjarnan, sem mun eiga skipið og gera það út. Skipið sjálft er mjög frábrugðið þeim dragnótaskipum, og smá- SP ARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18 Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30 og 16,30—18,00 Við bjóðum viðskiptavinum vor- um upp á alla almenna þjónustu og næg bflastæði flB 28577 Netavindurnar tvær á mðilínu skips- ins, en auk þess er togvinda, tvískipt, á neðra þilfarinu. togurum, sem þessi þekkta skipa- smíðastöð hefur látið frá sér fara á undanförnum árum, þótt stærðin sé ekki nýmæli í sjálfu sér. Byggt að óskum eigenda Áður en eigendur Vonarinnar ákváðu að láta byggja skip sitt í Skotlandi, höfðu þeir eytt miklum tíma í undirbúning, og því vissu þeir nákvæmlega hvernig skipið átti að vera, þegar þeir gengu til samninga. Allt var hugsað og í smæstu atriðum, og margar nýj- ungar verða þarna að veruleika í fyrsta sinn. Yfirbyggt þilfar (shelter deck) nær frá stefni og afturfyrir mitt skip og vinnupláss fyrir fiskaðgerð er á stjómborða, en íbúðir eru á bakborða. Rúmgott stýrishús er á miðju efra þilfarinu. Tvískipt tog- vinda er á þilfarinu, rétt aftan við yfirbyggða þilfarið, en á yfir- byggða þilfarinu, fremst eru tvær netavindur á miðlínu, eru þær rétt aftanvið stýrishúsið. Tveir sterkir toggálgar eru aft- ast sitt hvoru megin við skut- rennuna. Sterk möstur eru þar fyrir framan og eru auk annars reykháfur skipsins. Þar eru þrjár gilsblakkir, sem nota má við að hagræða veiðarfærinu. Undir þilfari er rýminu skipt í stafnhylki, fiskilest, vélarrúm og skuthylki. Þetta óvenjulega fyrirkomulag fer eftir hugmyndum eigenda um þægilegt og hentugt skip til tog- veiða og auðveldar meðferð á afla. Einn eigenda skipsins lýsti trolltökunni á þessa leið: — Þegar hlerar eru í gálgum og skuthliðið hefur verið opnað, er þeim læst í gálgana. Hlerum er lásað úr og grandvírar, vængir og hluti vörpunnar er hífður inn á skipið þar til belgurinn liggur á þilfarinu. Stroffa er sett á belginn og í blökk í mastrinu og þannig er pokinn hífður inn á þilfarið og fiskurinn er losaður í stíur, stjórn- borðsmegin á þilfarinu. Þarna er fiskurinn blóðgaður og er hann látinn liggja í klukku- stund og blæða, síðan fer hann á færibandi undir efraþilfar, þar sem gert er að honum undir þilj- um. VlKINGUR 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.