Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Blaðsíða 65
skipsins í Skotlandi, en tilboð í
smíðina höfðu einnig komið frá
Frakklandi, Noregi og Færeyjum.
Samningar hafa einnig verið
gerðir um þrjú samskonar skip til
viðbótar fyrir færeyska útgerðar-
menn.
Hið nýja skip, Von mun kosta
um 500.000£ og eru eigendur
skipsins níu talsins, þeirra á meðal
er skipstjórinn Oere Nolsoe, stýri-
maðurinn Sofus Andreasen, Jon-
leif Joensen, vélstjóri og Andreas
Andreasen, sem verður fram-
kvæmdastjóri.
Það er mjög algengt í Færeyjum
að sjómenn kaupi saman skip og
þeir hafa stofnað hlutafélagið
Norðurstjarnan, sem mun eiga
skipið og gera það út.
Skipið sjálft er mjög frábrugðið
þeim dragnótaskipum, og smá-
SP ARISJÓÐUR
VÉLSTJÓRA
Borgartúni 18
Afgreiðslutími kl. 09,30—15,30
og 16,30—18,00
Við bjóðum viðskiptavinum vor-
um upp á alla almenna þjónustu
og næg bflastæði
flB 28577
Netavindurnar tvær
á mðilínu skips-
ins, en auk þess er
togvinda, tvískipt, á
neðra þilfarinu.
togurum, sem þessi þekkta skipa-
smíðastöð hefur látið frá sér fara á
undanförnum árum, þótt stærðin
sé ekki nýmæli í sjálfu sér.
Byggt að óskum eigenda
Áður en eigendur Vonarinnar
ákváðu að láta byggja skip sitt í
Skotlandi, höfðu þeir eytt miklum
tíma í undirbúning, og því vissu
þeir nákvæmlega hvernig skipið
átti að vera, þegar þeir gengu til
samninga. Allt var hugsað og í
smæstu atriðum, og margar nýj-
ungar verða þarna að veruleika í
fyrsta sinn.
Yfirbyggt þilfar (shelter deck)
nær frá stefni og afturfyrir mitt
skip og vinnupláss fyrir fiskaðgerð
er á stjómborða, en íbúðir eru á
bakborða. Rúmgott stýrishús er á
miðju efra þilfarinu. Tvískipt tog-
vinda er á þilfarinu, rétt aftan við
yfirbyggða þilfarið, en á yfir-
byggða þilfarinu, fremst eru tvær
netavindur á miðlínu, eru þær rétt
aftanvið stýrishúsið.
Tveir sterkir toggálgar eru aft-
ast sitt hvoru megin við skut-
rennuna. Sterk möstur eru þar
fyrir framan og eru auk annars
reykháfur skipsins. Þar eru þrjár
gilsblakkir, sem nota má við að
hagræða veiðarfærinu.
Undir þilfari er rýminu skipt í
stafnhylki, fiskilest, vélarrúm og
skuthylki.
Þetta óvenjulega fyrirkomulag
fer eftir hugmyndum eigenda um
þægilegt og hentugt skip til tog-
veiða og auðveldar meðferð á
afla.
Einn eigenda skipsins lýsti
trolltökunni á þessa leið:
— Þegar hlerar eru í gálgum og
skuthliðið hefur verið opnað, er
þeim læst í gálgana. Hlerum er
lásað úr og grandvírar, vængir og
hluti vörpunnar er hífður inn á
skipið þar til belgurinn liggur á
þilfarinu.
Stroffa er sett á belginn og í
blökk í mastrinu og þannig er
pokinn hífður inn á þilfarið og
fiskurinn er losaður í stíur, stjórn-
borðsmegin á þilfarinu.
Þarna er fiskurinn blóðgaður og
er hann látinn liggja í klukku-
stund og blæða, síðan fer hann á
færibandi undir efraþilfar, þar
sem gert er að honum undir þilj-
um.
VlKINGUR
449