Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 8
Ritstjóraspjall:
Stundarsigur óréttlætisins
Nú er það komið í lög, að farmönnum beri að
vinnayfirvinnu. Ekki skal hér deilt við dómarana.
Þeir hafa úrskurði sínum til réttlœtingar laga-
bókstafi og tilvitnanir í gamla samninga, og
hverjir erum við til að efast um það sem lögfróðir
menn segja? En það er vitað mál, og greypt sár-
lega inni reynslu margra þjóða enn í dag, að oft
fara ekki saman réttvísi laga og réttlœtið sjálft,
hvaða mœlikvarði sem dugir svo á það, siðferðis-
legur eða annar. Bandaríski heimspekingurinn
Thoreau skrifaði á nítjándu öld ritgerð sem ber
nafnið „On Civil Disobedience“ (Um óhlýðni við
lög), þarsem hann hvetur einstaklinga til að virða
eigi lög sem að grannt skoðuðu máli séu óréttlát.
Orð Thoreaus hafa orðið mörgum þeim að leið-
arljósi, sem kusu heldur að fylgja réttlœtinu en
réttvísinni, og má þar nefna Gandhi á Indlandi
og Martin Luther King í Bandaríkjunum. Dómur
Félagsdóms um yfirvinnubann farmanna má vera
réttmœtur. En hann er óréttlátur. Með því að
segjaþetta er ég ekki að hvetja farmenn tilþess að
hlíta ekki úrskurði dómsins, heldur að örva þá til
að íhuga dómsorðið í víðara samhengi en því
lagalega, skoða hjá sjálfum sér hvaða þátt yfir-
vinnan hefur í lífi þeirra, hvort sá þáttur sé já-
kvæður eða neikvœður, og líta síðan í kring um
sig á félaga sína og fólk í öðrum stéttum og spyrja:
Eykuryfirvinnan gœði okkar lífs? Ég tel að svo sé
ekki, ogþví fullyrði ég að dómurinn sé óréttlátur.
En hvaða frasi erþetta um hœði Iífsins? Er ekki
hamingja í vel unninni vinnu? spyr einhver. Var
það ekki gott slagorð að segja: Vinnan geriryður
frjálsa? Og hvað með verðmœtasköpunina í þjóð-
félaginu? Jú vissulega er vinnan af hinu góða, og
allir þekkja þá fyllingu, sem maðurinn hlýtur að
launum fyrir að vinna störf sín vel. En hann þarf
ekki að vinna yfirvinnu til að hljóta þau laun. Eg
segi að menn verði andlega snauðir afþví að vinna
mikla eftirvinnu. Þeir njóta sín ekki sem félags-
verur, slitna úr tengslum við fjölskyldu og œtt-
ingja, rœkta ekki með sér áhugamál, verða lúnir
menn og þreyttir um aldur fram. Gœði lífsins eru
andhverfa þessa alls. Gœði lífsins eru að eiga sig
sjálfur, en vera ekki ofurseldur stimpilklukkum
og launaskrám. Því hvað uppsker sá, sem þreyttur
sáldrar mínútum fyrir aura? Og er ekki sú verð-
mœtasköpun íslensku þjóðinni dýru verði keypt,
sem felur í sér afneitun réttar mannsins til þess að
skapa sér sitt eigið líf sem mest hann má? Verður
ekki sú þjóð fátœk þegar framí sœkir, sem ein-
ungis hefur að gildismati nokkrar verðbólgnar
krónur og þá dauðu hluti sem þœr skaffa, en
gleymir þeim fjársjóði sem hún á í mannlífinu
sjálfu?
Þið farmenn eruð ekki einir á báti. Opinberum
starfsmönnum er skylt samkvœmt lögum að vinna
allt að 50% yfirvinnu, sé þess krafist. Nýfermdir
unglingar í sjávarþorpum út á landi vinna
myrkranna á milli þegar fœri gefst. Sá iðnaðar-
maður þykir best settur, sem lengstan hefur
vinnudaginn. Kannske verður þessi dómur til góðs
þegar fram í sœkir ef hann knýr til umhugsunar
um það verðmœtamat, sem að baki honum býr.
Tœkifœrið til þess erykkar. Nú.
8
VÍKINGUR