Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 38
— Þið eruð þá ekki svo vit- lausir að ætla á ísfiskveiðar, sagði Albana, ja, þá getið þið alveg eins pakkað saman og selt bátinn í brotajárn. Við höfum ekki keypt hlutabréf í þessu félagi til að leyfa ykkur að leika ykkur með það, það skulið þið fá að vita. Hann á að fara á hámeri. Hann á að fara á saltfisk. Hann á að fiska í ís. Fólk var komið í hár saman út af hvað ætti að gera við bátinn, og stýrimaðurinn, sem var reiðari, var dálítið fölur á vangann út af þessu, en tók öllu með karl- mennsku. Niður í naustum stóðu tveir og ríghéldu sér í bátsstafn. Það var ekki runnið af þeim enn og þeir höfðu vakað í tvo sólar- hringa. Annar hélt fram hámer- inni, hinn saltinu. — Hann skal á hámeri, æpti annar og sló. — Slær þú, mannskratti, org- aði hinn, og þar með voru þeir komnir í hár saman. Enginn var til að skilja þá og þegar yfir lauk var annar kjálkabrotinn og hinn úr axlarliðnum. Þremur tímum seinna kom Rauðakrossbáturinn og fór með þá til Hafnar til lag- færingar. Og þetta kom að engu gagni, Hið syngjandi veldið fór að fiska í ís. Fregnir höfðu borizt um að prísarnir í Grimsby væru him- inháir, pundin voru þar eins og grasið og þeir gráta eftir fiski þarna niðri. Hið siglandi veldið fór flaut- andi af stað í sína fyrstu ferð svo undir tók í Þambarfjalli. Mánuði síðar lágu þeir aftur í Höfninni. Eitthvað hafði verið í ólagi í lest- inni, fiskurinn var allur morkinn þegar þeir komu til Grimsby. Af 850 kittum höfðu þeir aðeins selt þrjú. Og fyrir þessi þrjú kitt höfðu þeir fengið sex pund og ellefu shillinga. Átján pund kostaði við- gerðin á radarnum, sem strákarnir höfðu skemmt. Svo það kom ekk- ert í hlut. Hvers var sökin? 38 — Því það er nú einu sinni þannig í lífinu, sagði pólitíkus nokkur, sem var ráðgjafi stýri- mannsins, að það er alltaf einhver, sem ber sökina. Þegar illa gengur er alltaf einhver, sem ber sökina. Þetta veit ég, og sökina er alltaf að finna hjá andstæðingnum þínum. í þessu tilviki var enginn í vafa um hvers sökin var. Þetta var skipstjóranum að kenna. í land með hann. En hver átti að taka við af honum? Það var ekki létt verk að skera úr því. í Krabburð voru fimm at- vinnulausir skipstjórar, sem allir töldu sig hafa forgangsrétt. Fimm menn og allir með forgangsrétt. Nei, það var sitt hvað að stinga upp blettinn sinn eða stýra útgerð. En eitthvað varð að gera, og í þetta skipti var ekki um annað að ræða en fá utanbæjarmann í skipstjórastöðuna ef átti að afstýra borgarastyrjöld, því nú var farið að hitna í kolunum. — Nú er að taka í skaut og sigla hann krappan, sagði Niels Petrus í Kokuni, menn vinna ekki landinu gagn með tómum djöfulgangi, þó hann geti verið góður svona ann- að slagið. Menn verða að herða sultarólina, það er alltaf hægt að fylla aftur út í beltið. Hið siglandi veldið fór hljóða- laust af stað í aðra veiðiferð sína. Mánuði síðar kom það hljóða- laust til baka. Fyrsti maðurinn, sem stökk í land var utanbæjar- skipstjórinn. Hann hvarf inn í bíl og sást ekki meir. Nú var mælirinn fullur. Öll byggðin var í uppnámi og menn kröfðust þess að reiðar- inn yrði festur upp. Nú var það hann, sem átti sökina, það þýddi ekki að skjóta sér undan lengur. Fólk safnaðist saman fyrir utan húsið hans og vildi fá að tala við hann, en hann hafði engan tíma til þess, hann var í símanum að tala við banka og peningamenn og ráðfæra sig við pólitíkusa til að bjarga bátnum og byggðinni. En hverju gat hann bjargað? At- vinnulausu skipstjórarnir fimm brutust inn til hans og kröfðust þess að hann yrði rekinn. Ekki er gott að segja hvaða brögðum stýrimaðurinn beitti, en hvernig sem það var, þá komu skipstjórarnir spakir út aftur. Einn þeirra var orðinn skipstjóri og allir hinir áttu að fá að vera um borð og hjálpa til, því eins og Bartal í Heimabeit sagði, betur sjá augu en auga. Málið var afgreitt og í góðum höndum og nú gat ekki farið á annan veg en vel. Nokkrum vikum seinna stóð grákollótta kýrin stýrimannsins í túninu og beljaði. Fólk furðaði sig á þessu, varla gat hún verið yxna á þessum tíma. Það leið fram undir hádegi og aldrei rauk hjá reiðar- anum. Fólk varð stöðugt meira undrandi. Sámal Mathías bauðst til að fara inn og vita hvað væri að, hann hafði oft verið minntur á, hvað hann lét sér um munn fara vegna nafnsins á bátnum. — Ég get vel farið niður eftir og gáð hvað er að, sagði hann. Það var læst og enginn kom til dyra þegar hann barði. En hann var fljótur að opna dyrnar. Inni var engan að finna. Á borðinu lá gleymdur og yfirgefinn fimm- hundruð krónu seðill, svo undar- lega einn og yfirgefinn, og þar sem þetta var sjaldfenginn reki tók Sámal Mathías hann og stakk honum í vasann. Rekamaðurinn kom tómhentur út aftur. Stýrimaðurinn hafði læðzt burt úr byggðinni í skjóli næturinnar eins og refur af greni. Ásamt konu og börnum hafði hann yfirgefið búhokur sitt. Eftir stóð Grákolla alein og öskraði. Hún var það eina í byggðinni, sem saknaði stýrimannsins. Þannig eru laun heimsins. Seinna þann sama dag bárust tíðindi að sunnan. Smástrákarnir, sem voru að þvælast niðri í fjöru í leit að tíköllum höfðu heyrt að VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.