Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Síða 19
tímabilið sem hófst Norðanlands
árið 1876 hefur átt sinn þátt í
hnignun sjósóknar í Ólafsfirði.
En íbúamir létu ekki bugast
þótt á móti blési, því með batn-
andi árferði, um 1890 fer róðrar-
bátum aftur fjölgandi.
Sjóróðrarnir eru þó enn um
sinn stundaðir á litlum opnum
árabátum, er skiptast eftir ræða-
fjölda, frá tveggja mannaförum
upp í sexæringa, en bátar í Ólafs-
firði virðast ekki vera stærri en
það um aldamótin. Árið 1902 er
árabátaeign landsmanna talin
vera í hámarki að rúmlestatölu
eða um 2100—200 bátar. Árið
1903 voru gefin út lög um skrán-
ingu og mál á íslenskum bátum í
stað eldri laga um sama efni frá
1869.
Reglugerð þessi kom til fram-
kvæmda í Ólafsfirði þann 27. júlí
árið 1904. Þá eru skráðir þar þrjá-
tíu og einn róðrarbátur og skrán-
ingarmerkin eru frá EA-68 til
EA-98. Þeir skiptast síðan í tólf
sexæringa og nítján fjögurra-
mannaför. Sjö bátanna eru
heimasmíðaðir, en hinir eru
smíðaðir í nágrannabyggðunum,
Fljótum, Siglufirði og Eyjafirði.
Tveir eru lengra að komnir, frá
Grímsey og Færeyjum. Smíðalag
þessara báta þótti líkjast færeysk-
um og norskum bátum, aðallega
frá Mæri í Noregi. Veiðarfæri
þeirra var handfærið og línan. Afli
Ólafsfjarðarbáta árið 1904 var
þessi: 28.110 þorskar, 47.430 smá-
fiskar, 48.410 ýsur, 192 tunnur
síld, 125 tunnur þorsklifur, 10
tunnur hákarlslifur, 39 fullorðnir
selir og 25 kópar.
Mitt í áðurnefndum harðinda-
kafla eða laust eftir 1880 fór fólk
að setjast að í Ólafsfjarðarhorni,
þar sem verbúðir einar höfðu áður
staðið. Talið er að fyrsta húsið sé
byggt þarna til íbúðar árið 1883.
Sambýlið þróaðist þó hægt fyrstu
árin, en árið 1905 varð staðurinn
löggiltur verslunarstaður, þá með
116 íbúa.
Árið 1917 var hinu forna heiti
byggðarinnar breytt úr Þórodds-
staðahreppi í Ólafsfjarðarhrepp.
Þá voru íbúar alls byggðarlagsins
595 talsins, en í kauptúninu sjálfu
295. Þann 1. janúar 1945 breyttist
enn nafn byggðarinnar, er staður-
inn öðlaðist kaupsstaðaréttindi og
heitir eftir það Ólafsfjarðarkaup-
staður. íbúar Ólafsfjarðar voru þá
913, þar af 779 íbúar í sjálfum
bænum. Árið 1977 voru íbúar
byggðarlagsins orðnir 1115 að
tölu.
Áður hefur verið minnst á salt-
fiskverkun Akureyrarverslunar í
Ólafsfirði á átjándu öld. Næst
gerist það í fiskverkunarmálunum
að Gránufélagið byggir salthús í
Ólafsfirði árið 1879. Um 1892 fer
verslun Gudmanns Efterfölgere á
Akureyri að koma sér upp bæki-
stöð til saltfiskverkunar í Ólafs-
firði og átti sú verslun eignir þar til
ársins 1922.
íshúsfélag Ólafsfjarðar var
stofnað árið 1896 og byggði það
sama árið lítið íshús sem beitu-
geymslu. Var það starfrækt í all-
mörg ár. Eftir að það var lagt nið-
ur byggðu útgerðarmenn sér svo-
kallaðar íshúskompur við norður-
enda tjarnarinnar í Ólafsfjarðar-
horni, sem þeir notuðu síðan sem
beitugeymslur, þangað til frysti-
hús var byggt í Ólafsfirði, laust
eftir 1930. Til frystingar á beitunni
var notaður ís af tjörninni eða Ól-
afsfjarðarvatni, sem síðan var
blandaður salti og gat frostið orð-
ið allt að -f7° á Celcíus.
Einn aðalhvatamaður að út-
gerðarmálum Ólafsfirðinga var
19
SKRÁ YFIR ÁRABÁTA í ÓLAFSFIRÐI
27. júlí
Einkennis- stafir Stærð
1. Sailor EA-68 1,3 smál.
2. Gestur EA-69 1,8 smál.
3. Steini EA-70 0,85 smál.
4. Kobbi EA-71 0,84 smál.
5. Farsæll EA-72 1,9 smál.
6. Hreggviður EA-73 1,24 smál.
6. Jón EA-74 1,42 smál.
8. Bliki EA-75 1,31 smál.
9. Björn EA-76 1,11 smál.
10. Karl EA-77 0,84 smál.
11. Ægir EA-78 0,83 smál.
12. Latur EA-79 1,62 smál.
13. Óðinn EA-80 1,12 smál.
14. Víkingur EA-81 1,28 smál.
15. Atli EA-82 0,84 smál.
16. Þráinn EA-83 0,90 smál.
17. Gylfi EA-84 1,14 smál.
18. Kobbi EA-85 1,04 smál.
19. Brimnes EA-86 0,81 smál.
20. Farsæll EA-87 0,75 smál.
21. Hringur EA-88 1,28 smál.
22. Frosti EA-89 1,25 smál.
23. Ari EA-90 0,89 smál.
24. Von EA-91 0,90 smál.
25. Þór EA-92 0,87 smál.
26. Svanur EA-93 1,19 smál.
27. Óli EA-94 1,60 smál.
28. Búfótur EA-95 0,75 smál.
29. Trausti EA-96 1,28 smál.
30. Hilli EA-97 1,20 smál.
31. Bliki EA-98 1,00 smál.
VÍKINGUR
1904.
Eigandi:
Gísli Jóhannesson
Þorsteinn Jónsson
Þorsteinn Jónsson
Jón Friðriksson
Jón Friðriksson
Einar Jónsson, Vatnsenda
Jón Þorsteinsson
Páll Birgisson
Páll Birgisson
Guðvarður Guðmundsson
Jakob Ingimundarson
Jakob Ingimundarson
Jón Bergsson
Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson
Halldór Guðmundsson. Burstabrekku
Gísli Finnsson, form. Jóhannes Jónss.
Ósbr.koti
Jón Þorkelsson, form. Guðm. Guðms.
Lóni
Magnús Sölvason, Brimnesi
Sigurður Sveinsson
Sigurður Sveinsson
Þorlákur Ólafsson
Guðbrandur Eiríksson, Karlsstöðum
Baldvin Jónsson, Ósbrekku
Jón Þórðarson, Þóroddsstöðum
Jón Þórðarson, Þóroddsstöðum
Sigurður Sveinsson (hákarlabátur)
Gísli Gíslason, Ytri-Á
Bjarni Baldvinsson, Ytri-Á
Þorleifur Jónsson, Búðarhól
Jón Guðmundsson, Syðri-Á