Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 30
sjáum að sumar þessara aðferða er ekki hægt að nota til að takmarka heildaraflamagn, en að sjálfsögðu þýðir það ekki að þær séu gagns- lausar. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir smáfiskadráp að hafa friðunarsvæði, lágmarks- möskvastærðir o.þ.h. Hins vegar er það að á undanförnum árum hafa stjórnvöld talið að takmarka þyrfti aflamagn á einstökum fiskistofnum. Til þess verður að nota aðrar aðferðir, en áður voru notaðar og hefur þá verið vinsæl- ast að grípa til tímabundnu veiði- takmarkananna. Er það eina nothæfa aðferðin? spyrja menn þá. Það er ekki svo og nú hafa stjórnvöld komið auga á aðra leið. í lögum um stjórn efna- hagsmála frá síðastliðnum vetri er m.a. að finna ákvæði um að Afla- tryggingasjóði sé heimilt að leggja skatt á þorskveiðar og nota féð til að greiða upp bætur á aðrar fisk- tegundir. Að mínum dómi er sú grunnhugmynd sem kemur fram í þessu mjög eðlileg og í rauninni um að ræða grundvallarvandamál í íslenskum sjávarútvegi. Aftur á móti tel ég að í þessu máli ætli stjórnvöld að fara miklu flóknari leið en þörf er á og mun ég skýra þetta nánar hér á eftir. Hvað ákvarðar sókn í fiskistofn? Það eru fyrst og fremst þrír þættir, sem ákvarða sókn í við- komandi fiskistofn, þ.e. í fyrsta lagi hversu mikill afli er við hvert sóknarstig, í öðru lagi verðið sem fæst fyrir fiskinn og í þriðja lagi hefur það áhrif hversu dýr hver sóknareining er. Fyrstu tveir þættirnir ákvarða heildartekjurn- ar, en þriðji þátturinn kostnaðinn. Jafnvægi myndast þar sem heildartekjur eru jafnt og heildar- kostnaður og það fer því eftir því hvernig þessir þættir eru, hversu mikil sóknin verður í fiskistofn- inn. Fyrir fiskistofna eins og t.d kol- munna hefur það verið þannig að ekki hefur myndast jafnvægi, þ.e. það hefur ekki þótt borga sig að nýta þann fiskistofn. Fyrir suma fiskistofna virðist samband- ið á milli tekna og kostnaðar verða þannig að jafnvægi myndist við aflamagn sem er svipað eða minna heldur en varanlegur afli, Sé aflamagnið minna en sá var- anlegi afli, sem taka má úr fiski- stofninum má auka aflann úr fiskistofninum út frá líffræðileg- um forsendum. Fiskifræðingar hafa á undanförnum árum talið að auka mætti afla á ýmsum botnfisktegundum verulega, svo sem á karfa, ufsa o.fl. Hvað varðar þroskstofninn virðist sem svo að sambandið á milli tekna og kostnaðar sé þannig að veitt sé mun meira en stofninn þolir að mati fiskifræðinga. Þorskurinn er einmitt sú fiskteg- und sem mest hefur og stöðugt hækkað í verði á undanförnum árum. Verðhlutföll á milli þorsks og annarra botnfisktegunda hafa á undanförnum árum snúist þorksinum mjög í hag. Niðurstaðan er því sú að verð- þróun á fiskafurðum á undan- förnum árum hafi leitt til þess að meira er sótt í þorskstofninn heldur en hann er talinn þola að mati fiskifræðinga. Þetta atriði, þ.e. verðhlutföll á milli fiskteg- unda, geta sjórnvöld haft áhrif á. Valið hefur verið að fara þá leið að nota Aflatryggingasjóð sjávar- útvegsins til að breyta þessu með því að leggja skatt á þorskveiðar, greiða uppbætur á aðrar tegundir. Að mínu mati býður þetta heim mikilli skriffinnsku. Önnur aðferð til þess að fram- kvæma verðjöfnun á milli teg- unda er að nota Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins í því skyni. í fram- kvæmd yrði þetta þannig að við ákvörðun viðmiðunarverðs væri tekið tillit til þess að breyta þyrfti verðhlutföllum á milli tegunda. Sem dæmi má nefna að þá væri hægt að lækka viðmiðunarverð á þorskafurðum en hækka það á öðrum botnfisktegundum svo sem karfa og ufsa. Síðan verður að gera ráð fyrir að lágmarksverð Verðlagsráðs sjávarútvegsins taki mið af ákvörðun Verðjöfnunar- sjóðs um viðmiðunarverð. Með þessu væri verið að gera ná- kvæmlega sömu hlutina og þegar Aflatryggingasjóður væri notaður, en á miklu einfaldari hátt og með minni skriffinnsku. Leiðrétting á grein um hvalveiðar í grein þeirri sem ég skrifaði 2. bls. 18. um hvalveiðar, í sjómannablaðinu Á íslandsmiðum er kynþroska- Víkingi 1973 hafa mér orðið á leið aldur nú 6—7 ár sem óneitanlega mistök, sem ég vil leiðrétta hér bendir til mikils veiðiálags á með. stofninn. 1. bls. 17. Þar á að standa: Á íslandsmið- FJórir hvalveiðibátar hafa ver- um er kynþroskaaldur nú 6—7 ár ið gerðir út árlega frá stöðinni, en (lockeyer 1978) sem óneitanlega veiðigeta þeirra jókst um nær 40% bendir til mikils veiðiálags á (mynd) á árunum 1960—1966. stofninn. Þar á að standa: Ég bið hlutaðeigendur velvirð- Veiðigeta þeirra jókst um nær ingar á þessum leiðu mistökum, 30% (mynd) á árunum 1960— sem alfarið eru mín. 1966. Erlendur Jónsson. 30 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.