Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 30
sjáum að sumar þessara aðferða er
ekki hægt að nota til að takmarka
heildaraflamagn, en að sjálfsögðu
þýðir það ekki að þær séu gagns-
lausar. Það er nauðsynlegt til að
koma í veg fyrir smáfiskadráp að
hafa friðunarsvæði, lágmarks-
möskvastærðir o.þ.h. Hins vegar
er það að á undanförnum árum
hafa stjórnvöld talið að takmarka
þyrfti aflamagn á einstökum
fiskistofnum. Til þess verður að
nota aðrar aðferðir, en áður voru
notaðar og hefur þá verið vinsæl-
ast að grípa til tímabundnu veiði-
takmarkananna.
Er það eina nothæfa aðferðin?
spyrja menn þá. Það er ekki svo og
nú hafa stjórnvöld komið auga á
aðra leið. í lögum um stjórn efna-
hagsmála frá síðastliðnum vetri er
m.a. að finna ákvæði um að Afla-
tryggingasjóði sé heimilt að leggja
skatt á þorskveiðar og nota féð til
að greiða upp bætur á aðrar fisk-
tegundir. Að mínum dómi er sú
grunnhugmynd sem kemur fram í
þessu mjög eðlileg og í rauninni
um að ræða grundvallarvandamál
í íslenskum sjávarútvegi. Aftur á
móti tel ég að í þessu máli ætli
stjórnvöld að fara miklu flóknari
leið en þörf er á og mun ég skýra
þetta nánar hér á eftir.
Hvað ákvarðar sókn
í fiskistofn?
Það eru fyrst og fremst þrír
þættir, sem ákvarða sókn í við-
komandi fiskistofn, þ.e. í fyrsta
lagi hversu mikill afli er við hvert
sóknarstig, í öðru lagi verðið sem
fæst fyrir fiskinn og í þriðja lagi
hefur það áhrif hversu dýr hver
sóknareining er. Fyrstu tveir
þættirnir ákvarða heildartekjurn-
ar, en þriðji þátturinn kostnaðinn.
Jafnvægi myndast þar sem
heildartekjur eru jafnt og heildar-
kostnaður og það fer því eftir því
hvernig þessir þættir eru, hversu
mikil sóknin verður í fiskistofn-
inn.
Fyrir fiskistofna eins og t.d kol-
munna hefur það verið þannig að
ekki hefur myndast jafnvægi,
þ.e. það hefur ekki þótt borga sig
að nýta þann fiskistofn. Fyrir
suma fiskistofna virðist samband-
ið á milli tekna og kostnaðar verða
þannig að jafnvægi myndist við
aflamagn sem er svipað eða
minna heldur en varanlegur afli,
Sé aflamagnið minna en sá var-
anlegi afli, sem taka má úr fiski-
stofninum má auka aflann úr
fiskistofninum út frá líffræðileg-
um forsendum. Fiskifræðingar
hafa á undanförnum árum talið
að auka mætti afla á ýmsum
botnfisktegundum verulega, svo
sem á karfa, ufsa o.fl.
Hvað varðar þroskstofninn
virðist sem svo að sambandið á
milli tekna og kostnaðar sé þannig
að veitt sé mun meira en stofninn
þolir að mati fiskifræðinga.
Þorskurinn er einmitt sú fiskteg-
und sem mest hefur og stöðugt
hækkað í verði á undanförnum
árum. Verðhlutföll á milli þorsks
og annarra botnfisktegunda hafa
á undanförnum árum snúist
þorksinum mjög í hag.
Niðurstaðan er því sú að verð-
þróun á fiskafurðum á undan-
förnum árum hafi leitt til þess að
meira er sótt í þorskstofninn
heldur en hann er talinn þola að
mati fiskifræðinga. Þetta atriði,
þ.e. verðhlutföll á milli fiskteg-
unda, geta sjórnvöld haft áhrif á.
Valið hefur verið að fara þá leið
að nota Aflatryggingasjóð sjávar-
útvegsins til að breyta þessu með
því að leggja skatt á þorskveiðar,
greiða uppbætur á aðrar tegundir.
Að mínu mati býður þetta heim
mikilli skriffinnsku.
Önnur aðferð til þess að fram-
kvæma verðjöfnun á milli teg-
unda er að nota Verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins í því skyni. í fram-
kvæmd yrði þetta þannig að við
ákvörðun viðmiðunarverðs væri
tekið tillit til þess að breyta þyrfti
verðhlutföllum á milli tegunda.
Sem dæmi má nefna að þá væri
hægt að lækka viðmiðunarverð á
þorskafurðum en hækka það á
öðrum botnfisktegundum svo sem
karfa og ufsa. Síðan verður að
gera ráð fyrir að lágmarksverð
Verðlagsráðs sjávarútvegsins taki
mið af ákvörðun Verðjöfnunar-
sjóðs um viðmiðunarverð. Með
þessu væri verið að gera ná-
kvæmlega sömu hlutina og þegar
Aflatryggingasjóður væri notaður,
en á miklu einfaldari hátt og með
minni skriffinnsku.
Leiðrétting á grein um hvalveiðar
í grein þeirri sem ég skrifaði 2. bls. 18.
um hvalveiðar, í sjómannablaðinu Á íslandsmiðum er kynþroska-
Víkingi 1973 hafa mér orðið á leið aldur nú 6—7 ár sem óneitanlega
mistök, sem ég vil leiðrétta hér bendir til mikils veiðiálags á
með. stofninn.
1. bls. 17. Þar á að standa: Á íslandsmið-
FJórir hvalveiðibátar hafa ver- um er kynþroskaaldur nú 6—7 ár
ið gerðir út árlega frá stöðinni, en (lockeyer 1978) sem óneitanlega
veiðigeta þeirra jókst um nær 40% bendir til mikils veiðiálags á
(mynd) á árunum 1960—1966. stofninn.
Þar á að standa: Ég bið hlutaðeigendur velvirð-
Veiðigeta þeirra jókst um nær ingar á þessum leiðu mistökum,
30% (mynd) á árunum 1960— sem alfarið eru mín.
1966. Erlendur Jónsson.
30
VÍKINGUR