Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 10
við ákvörðun sína að taka tillit til sérstöðu farmanna að því er varð- ar langar fjarvistir frá heimili og einangrun á vinnustað. Dóminum varð snemma ljóst, að á þeim skamma tíma, sem honum var ætlaður til verks síns, var honum ofviða að framkvæma viðunandi mat á störfum far- manna að þessu leyti. Hér er um að ræða viðamikið starfsmat, sem ekki verður gert nema með aðstoð sérfróðra manna og að undan- genginni öflun margvíslegra gagna umfram það, sem þegar liggur fyrir. Hefur dómurinn því ekki treyst sér til að gera verulegar breytingar á því mati á þessum atriðum, sem felst i samningum aðila frá fyrri tíð. Dómurinn hefur í niðurstöðum sínum tekið tillit til þeirrar 3% launahækkunar, sem félagar inn- an Alþýðusambands íslands fengu 25. júni 1979 og flestir launþegar hafa nú fengið. Þá hefur dómurinn tekið tillit til þess, að skerðingu verðbóta á laun skv. lögum nr. 121, 1978 hefur verið létt af launum flestra laun- þega, þar sem hún skipti máli og voru laun farmanna í hærri launaflokkum nánast þau einu, sem hún tók orðið til. Hið nýja launakerfi yfirmanna á farskipum felur í sér breytt launahlutföll yfirmanna. Við ákvörðun launa er stefnt að því að enginn hópur yfirmanna lækki í launum frá því sem verið hefði samkvæmt hinu eldra skipulagi, að teknu tilliti til 3% launahækk- unar o.fl. Þetta leiðir til verulegrar hækkunar á skráðum föstum launum hjá sumum hópum. Við mat á heildarlaunum verður að hafa í huga, að tekið er upp sér- stakt álag á öll laun yfirmanna, svonefnt sjóálag, sem nemur 22% af grunnlaunum, en jafnframt falla niður ýmsar sérgreiðslur, sem áður tíðkuðust. Við ákvörðun launa hefur dómurinn haft í huga, að óheppi- legt væri að raska að ráði því launahlutfalli, sem lengst af hefur tíðkast milli undirmanna og þeirra yfirmanna, sem eðlilegast er að miða við í þessu sambandi. Af hálfu atvinnurekenda hefur verið sett fram sú ósk, að niður- staða dómsins verði tvíþætt að því er tekur til kaups og kjara yfir- manna, þ.e. að hið nýja launakerfi verði ekki látið taka gildi fyrr en 1. ágúst 1979. Hafa þeir bent á, að mjög mikið verk og nánast ógern- ingur sé að endurreikna laun fram til þess tíma og víst sé, að uppgjör tæki mjög langan tíma. Fulltrúar Farmanna- og fiski- mannasambands íslands töldu sig ekki geta samþykkt tvískiptinguna fyrirvaralaust. Með tilliti til þess, að kerfisbreytingin raskar launum yfirmanna ýmist til hækkunar eða lækkunar, frá skipi til skips og raunar ferð til ferðar, þykir dóm- inum rétt að gera ekki hið nýja kerfi afturvirkt. Þegar öll framangreind atriði hafa verið virt eru dómendur sammála að kveða upp svofelldan Úrskurð: Samningar milli H.f. Eimskipa- félags íslands, Jökla h.f., Hafskips h.f., Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, skipadeildar, skipa- reksturs ríkisins, þ.e. Skipaútgerðar ríkisins og Landhelgisgæslu, Nes- skips h.f. og Jóns Franklín, skipa- útgerðar, annars vegar og hins vegar Skipstjórafélags íslands, Stýrimannafélags íslands, Vél- stjórafélags íslands, Félags ís- lenskra loftskeytamanna og Fél- ags bryta, sem gildi tóku 1. ágúst 1977, skulu gilda fyrir tímabilið 19. júní til 31. júlí 1979 með þeim breytingum, að öll grunnlaun og þeir liðir aðrir, sem reiknast af þeim, skulu hækka um 5%. Auk þess skulu þau laun farmanna, sem ekki hafa fengið fullar verð- bætur samkvæmt lögum nr. 121/1978, hækka á sama tímabili um það, sem þessari skerðingu nemur. Frá og með 1. ágúst 1979 til 31. desember 1979 skulu ákvæði I-V. kafla hér á eftir gilda um kaup og kjör yfirmanna á far- skipum. 10 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.