Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Síða 26
Víðir flákar eru silkibotn, en ann- arsstaðar er ekki setjandi út botn- troll á stórum svæðum. Síðan eru svæði þar sem bleyður eru á milli karga eða stöku festur á annars góðum togbotni. Sé fiskigengd á vissum blettum, freistast menn til að toga þær sem grannast jafnvel þótt hraun eða festur séu á svæð- inu. Skiiur þá náin þekking á svæðinu oft milli afla eða armæðu eins og margar gamlar sögur um þekkta aflamenn herma. Þegar veiðarfæri voru lélegri og verr hannaðri til að standast átök, var oft um endalaus rifrildi að ræða hjá togskipum, einkum þegar ver- ið var að byrja á nýjum slóðum. Þar sem ekki var beinlínis um kletta eða hraun að ræða, sléttað- ist botninn smámsaman af slóða- dragi togaranna og silkibotn varð eftir þar sem áður voru tíð rifrildi. Eftir því sem leið á öldina jókst þekking manna á botninum stöð- ugt með tilliti til botnvörpuveiða. Sterkari troll, betur búin til togs á misjöfnum botni, komu til sög- unnar og menn voru sífellt að fikra sig áfram og þekkt togsvæði sífellt að stækka. Öll þessi reynsla hefur verið dýrkeypt, því hún hefur ekki fengist nema með öðru en því að reka sig á. Þessa dýrkeyptu reynslu færðu skipstjórnarmenn í dagbækur sínar, hver í sínu horni. Kappið var og er mikið og menn voru ekkert að láta náunganum verðmætar upplýsingar í té fyrir ekki neitt, nema síður væri. Eins og áður sagði keyptu Bret- ar slíkar upplýsingar af sínum reyndustu togaraskipstjórum og færðu inn í kort, er stóðu öllum til boða er hafa vildu. íslendingar hafa gert lítið af slíku. Þær munu ófáar dagbækur íslenskra togara- skipstjóra, sem velkjast kannski milli manna, eða lenda í höndum fávísra landkrabba; týnast, eða verða alla vega fáum að gagni. Þó að atriðin sem fram koma í slíkum dagbókum séu ef til vill ekki alveg pottþétt, hvað varðar staðar- ákvarðanir, má hafa af slíkum bókum mikið gagn við gerð nýrra fiskikorta. í fyrri greininni var vakin at- hygli á þeim doða sem virðist hafa ríkt um öll þessi mál hjá mönnum hér á landi. Minnst var á grein Guðmundar Jenssonar ritstjóra Víkingsins, sem eitt af því fáa sem birst hefur í blöðum sjómanna um þessi mál. I grein þessari sem höf- undur nefnir „Merkilegur áfangi í íslenzkum sjómælingum“ (7—8. tbl. 1967) er merkilegu skrefi í ís- lenskri sjó- og fiskikortagerð fagnað, og þessi mál tekin til um- ræðu. Að sögn Guðmundar höfðu engar sjómælingar farið fram á hinni miklu gullkistu, Selvogs- bankanum, síðan um aldamót eru danir voru þar að verki. Knúð áfram af þessu ófremdar- og van- sæmdarástandi, hvatti Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum til úrbóta á FFSÍ þingi árið 1965. Eftir það einstæða framtak að vekja yfirhöfuð máls á úrbótum í þessum efnum, er ekki að orð- lengja það, að margir aðilar lögð- ust á eitt um að framkvæma nýjar mælingar á umræddu svæði og var þeim lokið tveimur árum síð- ar. Fiskikort með niðurstöðum þessara mælinga mun hafa komið út ári síðar. Þetta fiskikort var þó ekki frumraun okkar á þessu sviði, því fiskikort af Faxaflóa (Selvog- ur-Hjörsey) kom út árið 1964. Það kort var fyrsta fiskikortið gert af landsmönnum sjálfum og mun þar við hafa notið mjög hinnar gömlu kempu og skipstjóra Niku- lásar Kr. Jónssonar frá Reykjavík, sem þekkti „Faxabugtina“ eins og lófann á sér. Undirrituðum er ekki kunnugt um að mikið meira hafi verið gert í fiskikortagerð okkar en að fram- an er rakið. í vetur fregnaði hann þó, eftir óopinberum heimildum, að maður hefði verið sendur út af örkinni til þess að safna upplýs- ingum um festur og skipsflök á ís- lenskri togslóð hjá gamalreyndum skipstjórum. Hver svo sem sendi manninn af stað hefur hafið þarft verk og raunar furðulegt að við séum nú loksins að hefja það starf, sem Bretar byrjuðu hér á skömmu eftir aldamót, og er batnandi manni best að lifa. Vonandi sjáum við brátt 14 ára gamla ósk þeirra Verðandi— manna í Vestmannaeyjum rætast að fullu, að af Selvogsbankamið- unum (Selvogur-Bjarnarey) verði gert sérstakt kort þar sem inn á verði merkt, „ójafn botn, skips- flök, festing og hraun, sem hætta er á að skip festi í og eyðileggi veiðarfæri sín. Sama verði haft í huga með önnur sjókort í svipuð- um mælikvarða“. ýSNCF líerja r6„sk» Níf«“pi»«“»"rj“bt(,Íbntrkipa-l ^lrer «■»»»»'“*“'4 En”“r;l . Bresku járnbrautirnar eru að l Und». Bresk ) uíiferjur ogl “ Tl.ore*» eru »«» »|| iskip i smíðunv 26 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.