Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 21
steinn ytra um tíma ásamt frænda
sínum, Ólafi Björnssyni frá Hrís-
ey, þar sem þeir kynntu sér með-
ferð og hirðingu bátavéla, aðal-
lega hjá Dan-verksmiðjunni í
Kaupmannahöfn. Sumarið 1905
komu síðan tveir vélbátar frá
Danmörku samtímis til Eyja-
fjarðar, Hæringur til Ólafsfjarðar
og Þráinn til Hríseyjar.
Þessi fyrsti vélbátur Ólafsfirð-
inga var með 5 hestafla Dan-vél
og bar einkennisstafina EA-186.
Stærð hans var 4,71 smálestir og
aðalmál bátsins voru: 27 fet á
lengd, 7,8 fet á breidd og 3,8 fet á
dýpt. Báturinn mun hafa verið
þilfarslaus í byrjun, en með járn-
skýli yfir vélinni og litlum hvalbak
eða rúffi að framan. Síðar var sett
í hann þilfar. Þau urðu endalok
Hærings að hann sökk í Ólafsfirði
þann 5. desember árið 1914.
Næstu árin fjölgar vélbátum í
Ólafsfirði óðum, þannig að þrem
árum síðar er vélbátaeign þeirra
orðnir fjórtán talsins. Árið 1910
hefur bátunum hins vegar fækkað
í níu, en árið 1914 eru þeir orðnir
þrettán og fjölgar enn á næstu ár-
um, svo að þeir eru sautján að tölu
árið 1916. Auk þess eru gerðir út
frá Ólafsfirði það ár fjórir Akur-
eyrarbátar. Eins og sjá má hefur
útgerð þessi misjafnlega gengið og
ýmsir byrjunarörðugleikar í með-
ferð vélanna, sem smátt og smátt
voru þó yfirstignir.
Árið 1914 var sett á stofn vél-
smiðja í Ólafsfirði af Jóni Þor-
steinssyni vélsmiði. Áður hafði
Jón Þorkelsson fengist þar við
vélaviðgerðir og verið með litla
smiðju. Með aukinni vélbátaút-
gerð fór atvinna hraðvaxandi í
Ólafsfirði og á tímabilinu 1906—
1916 tífaldaðist verðmæti fram-
leiðslunnar þar. Fyrst í stað voru
þrír menn við hvern vélbát og
gerðu þeir allt er laut að útgerð-
inni. Var þetta mikið erfiði, þar
sem bryggja var engin fyrstu ár
vélbátanna í Ólafsfirði, heldur
VÍKINGUR
Hér er verið að háfa síld úr nót þrílembinganna (Kára, Braga og Gullfoss) einhvcrntíma
fvrir 1940. Þarna má þekkja: Guðmund Guðmundsson, Trausta Gunnlaugsson, Sæmund
Þorvaldsson, Svavar Antonsson, Júlíus Jóhannsson og Sigurbjörn Gunnlaugsson.
Þessi mynd er tekin sumarið 1938 við bæinn Krossavík í Þistilfirði. Þarna eru saman-
komnar þrjár skipshafnir, af ms. Önnu og ms. Einari þveræing frá Ólafsfirði og ms.
Hrönn frá Siglufirði. Af Ólafsfirðingum þarna má þekkja: Gunnlaug Sigurbjörnsson,
Óskar Karlsson, Eirík Brynjólfsson, Þórarinn Brynjólfsson, Mikael Guðmundsson,
Garðar Baldvinsson, Olgeir Gottliebsson, ívar Jónsson, Ásgeir Frímannsson, Gunnlaug
Friðriksson og Frímann Asgeirsson. Stúlkurnar eru heimasætur í Krossavik.
varð að gera að aflanum í fjörunni
og fiskurinn síðan borinn á hand-
afli upp í söltunarhúsið. Á næstu
árum voru fljótlega reistar timb-
urbryggjur sem sjaldan stóðu þó
lengi ef brimaði. Ólafsfjörður
stendur opinn fyrir norðaustan-
áttinni og engin skilyrði frá nátt-
úrunnar hendi, sem veitir skipum
afdrep á firðinum er brimar. Urðu
þá sjómennirnir að vera fljótir að
setja bátana á land upp eða yfir-
gefa fjörðinn á meðan fært var.
Oft tókst þetta, en stundum urðu