Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 35
Jens Pauli Heinesen: Einar hafði fengið það verkefni að líta eftir því að hlykkjóttu götustúfarnir í Krabburð skoluð- ust ekki burt í rigningum. Hann rækti þetta hlutverk af stakri kostgæfni. Þarna lá nú trébrúin yfir Matarána, dálítið fyrir ofan Djúpahyl. Einn plankinn í henni var orðinn lélegur, og Einar vildi gjarnan endurnýja hann, það var ekki annað en sanngjarnt. En þar sem hreppsnefndaroddvitinn, Jónas, var ekki heima fékk hann Sambandsmanninn Tarnovíus, sem var varaoddviti, til að koma og líta á plankann. Það hefði hann ekki átt að gera, því Tarnovíus hafði engan áhuga á að endurnýja plankann. — Það skaltu vita, Einar, sagði hann, að þessi planki hefir verið þarna svo lengi sem ég man og VÍKINGUR þarna skal hann fá að vera meðan Tarnovíus er ofar foldu. Forfeður mínir settu hann þarna — ég man það eins og það hafi gerzt í gær, þá var ég smádrengur — við rífum ekki upp það sem forfeðurnir hafa lagt. Við höfum brúkað handbör- ur og hjólbörur allt fram á þennan dag og við munum einnig gera það í framtíðinni. Og segðu mér, hvað kostar svona planki hrepp- inn? Ekki krónu undir fimm þús- undum, maður á ekki að leika sér með peninga fólksins. — Ókei, sagði Einar, ef ég fæ ekki þennan planka, þá getið þið átt þetta allt saman fyrir mér, vegi, brú, forfeður og allt heila klabbið. Mín vegna megið þið svo sem bera ykkar handbörur og trilla ykkar hjólbörum þar til þið lekið út af. Ég ætla ekki að láta hafa mig að fífli, það skaltu vita, Tarnovíus. Það er ekkert sældarbrauð að líta eftir þessum vegaspottum hér í Krabburð. Skárra væri það að vera rekamaður eða reiðari. Farðu bara heim, gamli minn, og hallaðu þér og sofðu í hausinn á þér, eins og þú hefir gert alla ævi. Vertu sæll. Einar hafði ekki hugmynd um hversvegna hann tók sér í munn orðið reiðari, það datt bara ofan í hann eins og af himni ofan, en eftir að það kom á tunguna losn- aði hann ekki við það aftur. Til að byrja með bjó hann yfir þessu einn og lék sér að því í huganum. Hvers vegna eru engir stórir bátar í Krabburð? spurði hann. Ann- arsstaðar eru stórir bátar að koma og fara allan sólarhringinn, en hingað kemur enginn nema þessi 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.