Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 25
Einar Jónsson, fiskifræöingur:
Um „íslensk” sjó-
og fiskikort
í fyrri grein minni var saga ís-
lenskra sjómælinga dregin saman
í örstuttu máli og því ófremdar-
ástandi er ríkir í þessum efnum í
dag lýst að nokkru, en ótrúlegs
dáðleysis hefur gætt á þessu sviði,
sem dregur víst dám af almennum
doða og áhugaleysi er hér gætir í
þessum efnum. Ékki var búið að
gera öðru skil en sjókortum í fyrri
grein, en nú skal vikið að fiski-
kortum.
I fljótu bragði virðist þessi hlið
málanna varla efni í heila grein,
því eftir því sem ég kemst næst við
lauslega athugun, hafa einungis
verið gefin út tvö fiskikort af Sjó-
mælingum íslands. Forstjóri Sjó-
mælinganna segir eftirfarandi um
slíka útgáfu í Víkingsgrein, er
áður var til vitnað (3. tbl., ’73):
„Útgáfa svokallaðra fiskikorta er
krafa fiskimanna, en fram að
þessu hefur ekki verið hægt að
sinna þessu verkefni sem skyldi,
vegna mannfæðar við kortagerð
og skorts á upplýsingum um sjáv-
arbotninn.“
En þótt þáttur landsmanna
sjálfra í fiskikortagerð sé rýr koma
hér við sögu sem fyrr aðrir en við
sjálfir, og saga slíkrar kortagerðar
hér við land er sennilega orðin
nær jafngömul og elstu sjókort, en
þar eiga útlendingar að sjálfsögðu
hlut að máli. Þannig munu kort
sem Frakkar og Hollendingar
gerðu af miðum sínum hér við
land jafnframt hafa innihaldið
upplýsingar, sem telja má til eig-
inda fiskikorta, þótt ófullkomin
hafi verið. Bretar, sem stærstan
VÍKINGUR
þátt hafa átt í „íslenskri“ sjó-
kortagerð að frátöldum Dönum
og landsmönnum sjálfum, tóku og
snemma við sér í þessum efnum.
Mjög snemma eftir að Danir
höfðu lokið við að kortleggja
landgrunnið og fiskislóðir um og
eftir fyrsta áratug aldarinnar, fóru
Bretar að færa upplýsingar inn í
þessi kort sem gátu orðið fiski-
mönnum að gagni, en þeir voru þá
farnir að venja komur sínar hing-
að á togskipum. Breskir einkaað-
ilar tengdir togaraútgerðinni létu
gera fiskikort af ýmsum miðum
hér við land og síðar fór breska
fiskifélagið — „British Whitefish
Authority" — að gera hið sama;
Kingfisher kortin. Upplýsingar
voru keyptar af gamalreyndum
togaraskipstjórum og þær færðar
inn á sjókort, þannig að allar
þekktar upplýsingar um botngerð
á slóðinni var hægt að lesa af einu
korti, þ.e. fiskikorti. í þessi kort
voru ekki eingöngu færð inn auð-
kenni um togbotninn, gerð hans,
festur, klakka og skipsflök, heldur
og stundum upplýsingar um fiski-
sæld svæða eða bletta svo og
hvenær (mánuðir, árstími) fiski-
gengdar væri þar helst að vænta.
Síðastnefndu upplýsingarnar hafa
eflaust getað verið gagnlegar
framandi sjómönnum, en heldur
finnst manni sá skipstjórnarmað-
ur græningjalegur, sem yrði að
lesa sér til í kortum, hvar fiskjar
væri að vænta. Slíkar upplýsingar
um fiskigengd, stað og tíma, geta
reynst næsta forgengilegar nema í
víðara samhengi séu, enda vart
Einar .lónsson.
Önnur grein
færðar inn á fiskikort lengur,
a.m.k. ekki í smáatriðum eins og
oft var gert fyrrum. En eftir blíva
hinar lítt umbreytanlegu upplýs-
ingar um togbotninn sem eru
hverjum skipstjórnarmanni bráð-
nauðsynlegar í hvert sinn er hann
setur botntækt veiðarfæri í sjó.
íslenska landgrunnið innan 200
m dýptarlínunnar þar sem meira
en 90% af öllum okkar fiskveiðum
hafa löngum farið fram, er mjög
misjafnlega fallið til botnvörpu-
veiða svo dæmi sé tekið um þetta
algengasta botntæka veiðitæki.
25