Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 29
um árabil verið svipaður á milli
ára, þó breyting hafi orðið á því
nú á síðustu vertíð. Bátafjöldinn
sem hefur stundað þessar veiðar,
hefur aftur á móti verið miklum
breytingum háður. Árið 1960
stunduðu 14 bátar rækjuveiðar í
ísafjarðardjúpi, 1970 voru þeir 27,
árið 1971 stunduðu 42 bátar þess-
ar veiðar og voru orðnir 55 árið
1975. Samhliða þessu stækkuðu
þeir bátar, sem stunduðu þessar
veiðar og einnig stækkuðu veið-
arfærin mikið.
Leyfisbinding veiða getur verið
áhrifarík til að takmarka heidlar-
aflamagn, en hætta er á, séu
leyfisveitingar sjálfvirkar, að við
veiðar úr viðkomandi stofni sé
meiri mannafli og fleiri skip
bundin en þörf er á.
Tímabundnar veiði-
takmarkanir
Helsta nýjungin í sjtórnun fisk-
veiða við Island, sem tekin hefur
verið upp á síðustu árum, eru þær
tímabundnu veiðitakmarkanir á
þorski, sem fyrst voru settar á
sumarið 1977. Þessar tímabundnu
veiðitakmarkanir felast í því að
þorskveiðar eru bannaðar í
ákveðinn tíma, og einnig að tog-
arar verði að láta af þorskveiðum í
ákveðinn dagafjölda á ákveðnu
tímabili, en ráða þá hvenær á
tímabilinu þeir láta af þorskveið-
um.
Þessi aðferð er í raun þannig að
úthaldsdögum eru takmörk sett og
eru því takmörkun á heildarsókn-
inni í þorskstofninn. Sé hægt á
sama tíma að beina sókninni í
aðra fiskistofna er hagræði af
þessari ákvörðun. Aftur á móti má
segja að áhrifaríkara væri að tak-
marka þann skipakost, sem sæki í
stofninn.
Það er alþekkt að aukin sókn í
einstaka fiskistofna og tækninýj-
ungar við veiðarnar hafa oft leitt
til þess að árlegur veiðitími hefur
sífellt orðið styttri og styttri. Eitt af
frægustu dæmum um þetta eru
ansjósuveiðar Perú-manna. Sem
dæmi má nefna að árið 1962 tók
þá 294 daga að veiða 6,3 milljónir
lesta, árið 1960 tók þá 167 daga að
veiða 10,3 milljónir lesta, en árið
1971 tók þá einungis 89 daga að
veiða 10,3 milljónir lesta.
Þeir, sem stjórna fiskveiðum við
ísland hljóta að hafa áhyggjur af
því hversu árlegur veiðitími á
þorski er sífellt að styttast. Þróun-
in í þeim málum er óhugnanlega
lík þróuninni í ansjósuveiðum
Perú-manna. Árið 1976 gátu ís-
lenskir togarar stundað þorsk-
veiðar í 365 daga, 1977 gátu þeir
stundað þessar veiðar í 323 daga,
árið 1978 í 316 daga og á yfir-
standandi ári mega þeir að öllum
líkindum stunda þorskveiðar í 276
daga. Lengd þorskveiðitímabils
skuttogara árið 1979 er því ein-
ungis um það bil 75% af lengd
veiðitímabils ársins 1976.
Rétt er að benda á tvær aðferðir
itl viðbótar, sem notaðar hafa
verið á undanförnum árum við
stjórnun íslenskra fiskveiða. Þar er
í fyrsta lagi um að ræða verðlagn-
ingu á fiski eftir stærðarflokkum
og í öðru lagi takmörkun á fiski-
skipakaupum. Á undanförnum
árum hefur ríkt viss stefna hvað
varðar verðlagningu á þorski eftir
stærðum. Stefnan hefur verið sú
að auka verðmun á stórum fiski og
smáum. Á fyrri hluta árs 1975 var
verð á smáum þorski 50% af verði
á stórum þorski. Tveimur árum
síðar var þetta hlutfall komið nið-
ur í 35%. Ætlunin með þessu er að
sjálfsögðu að hvetja sjómenn til að
veiða frekar stærri fisk, en smærri.
Þetta hefur svipuð áhrif á ákvæði
um lágmarksmöskvastærðir
veiðarfæra og lágmarksstærðir
fisktegunda.
Ókosturinn við þessa aðferð er
sá að vinnsla á smáum fiski verður
að öllum líkindum hagkvæmari
en vinnsla á stórum fiski, því að
fiskvinnslufyrirtækin fá smáan
fisk á lágu verði. í þessu sambandi
nefur verið bent á að hætta sé á að
fiskvinnslufyrirtækin gætu notað
sér eignaraðild að fiskiskipum til
þess að þau sækist frekar eftir
smáum fiski en stórum.
Á undanförnum árum hafa
stjórnvöld reynt að draga úr
stækkun fiskiskipaflotans með því
t.d. að lækka lánahlutfall á skip-
um keyptum erlendis frá. Þetta er
æskileg stefna út frá því sjónar-
miði að stækkun flotans þýðir í
raun að veiðitímabilið á þorski
styttist enn meira en nú er orðið.
Ég hef hér gert grein fyrir því
hvaða aðferðir hafa verið notaðar
á undanförnum árum til að
stjórna fiskveiðum við ísland. Við
Útgerðarmenn
Vélstjórar
Önnumst allar
ratlagnir og viögerðir
í skipum
og verksmiðjum
Símar:
13309 og 19477
VÍKINGUR
29