Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 34
og það á að vera sparneytið á
eldsneyti, auk annars.
í smíðaskýrslu segir að skipið sé
hannað af Mitsui í samvinnu við
opinbera stofnun, sem vinnur að
þróun véla og skipasmíðaiðnað-
arins í Japan. Þetta skip á að
sameina kosti kafbáta og ofan-
sjávarskipa, eða Katamaranskipa
réttara sagt.
Tveir mjóir neðansjávar-
skrokkar leggja skipinu til flot-
kraftinn. Sjálft skipið, sem er
ofansjávar, er tengt kafbátunum
tveim með grönnum hníflaga
veggjum (straumlínulaga).
Tilraunasiglingar sýna, að skip-
ið hefur ýmsa kosti umfram ein-
skrokka skip. Það siglir hraðar,
miðað við vélakraft, það fer betur
í sjó (í ölduhreyfingu), veltur
minna og heldur lengur ferðinni í
öldugangi. Það hefur meira rými
fyrir varning, miðað við særými
og það er auðveldara í losun og
lestun en venjulegt skip.
Það sem meira er um vert er, að
skipið hentar vel til margskonar
verkefna. Það kemur einnig í ljós
að það hefur yfirburði sem
farþegaskip, gámaflutningaskip,
ferjuskip (bílferja) hraðskreitt
vöruflutningaskip, hafrannsókna-
skip, fiskiskip (work boat) og sem
varðskip með þyrilvængjur og
einnig sem herskip í kafbátahern-
aði.
Stærri myndin sýnir hvernig
listamaður sér það á sjónum, en
minni myndin tilraunaskip Mit-
sui, sem hlaut nafnið „Marine
Ace“ sem þýða má að hitta nagl-
ann á höfuðið í skipasmíði.
Möltubúar
kaupa danskar
ferjur
Undanfarin ár hafa danskir ferða-
menn, sem koma til Möltu, en þeir
skipta þúsundum, haft tækifæri til þess
að hitta gamlan kunningja, dönsku
ferjuna JUTLAND, sem plægir stöð-
ugt milli Gozo og Möltu, en þetta eru
aðaleyjar Möltu.
Nú hefur fyrirtækið tekið við þess-
ari rútu og hefur selt JUTLAND en
keypt dönsku Bornhólmsferjuna
ROTNA, sem margir íslenskir sjó-
menn kannast við.
Danska alþýðusambandið hefur ný-
verið reist sumarhúsahafnir fyrir Dani
á Möltu, þannig að fjöldi Dana á ef-
laust eftir að heilsa þessum gamla
kunningja á Möltu..
Þannig hugsar listamaðurinn sér nýja japanska skipið á siglingu.
34
VfKINGUR