Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 32
Þróun hraðskreiðra skipa
hefur tekið langan tíma
Fyrsta skíðaskipið frá 1906
Það eru nú liðin um það bil eitt
hundrað ár, — heil öld, síðan menn
fóru í alvöru að velta því fyrir sér,
hvernig unnt væri að auka hraða
skipanna. Sjóferðir voru þægileg-
ar, oftast að minnsta kosti, eftir að
vélaraflið kom til sögunnar, en
sjóferðirnar tóku of langan tíma.
Sér í lagi fór að halla undan fæti
hjá skipunum, eftir að járnbrautir,
bílar og flugvélar fóru að keppa við
skipin.
Skipin buðu upp á þægindi,
sem ekki var unnt að veita í bif-
reiðum og um borð í flugvélum,
en skipin komust vart úr sporu um
miðað við flutningatæki á landi og
í Iofti.
Það væri að æra óstöðugan að
telja upp allar tilraunir og útgáfur
af hraðskreiðum skipum, sem
hugsuðir hafa sent frá sér um
dagana, en þótt við teljum skíða-
skipin vera nýjasta nýtt, eru um
það bil 72 ár síðan fyrst var reynt í
alvöru að smíða skíðaskip.
Samt hefur þróun í vélskipa-
smíði verið ör.
SKÍÐASKIP MODEL X1906
Það var árið 1891, sem Labert
greifi sigldi gufubáti sínum á
Signufljóti í Frakklandi. Árið
1906 sigldu tveir fullhugar, For-
lanini og Crocco Lag Maggiores, í
tilraunabáti, sem náði 70 kíló-
metra hraða. Þetta var fyrsta
skíðaskipið.
Markmiðið var að fá bátinn al-
veg upp úr vatninu og aðeins
skíðin héldu öllu á floti, meðan
báturinn brunaði yfir hafflötinn.
En það tók langan tima að full-
gera þessa uppfinningu og gera
hana nothæfa, arðbæra og nægi-
lega örugga. Talið er að það hafi
verið svissneska fyrirtækið SU-
PRAMAR AG í Luzern sem fyrst
framleiddi nothæft skíðaskip, en
það var árið 1952, og er það í raun
og veru merkilegt, að þetta frá-
bæra skip skyldi hafa verið fundið
upp í fjallalandi, sem hvergi Iiggur
að sjó.
Núna eru skíðaskip notuð um
allan heim og þau ná yfirleitt
30—40 hnúta hraða (55—75 km á
klukkust.)
HRAÐSKREIÐUSTU SKIPIN
Menn skipta hraðskreiðum
skipum nú gjarnan í þrjá flokka,
eða skipum sem ná meira en 30
hnúta hraða, en „venjuleg" skip
sigla hægar, nema einstöku her-
skip.
1) Skíðaskip Hydrofoil-bátar
Til flugskipa, eða skíðaskipa
teljast skip, sem á fullri ferð renna
á skíðum, sem ýmist eru rétt undir
vatnsfletinum eða ofan á honum.
Stærstu skip af þessari gerð geta
flutt 250—300 farþega, og verið er
að hanna skip, sem taka 2—300
farþega og 30—40 fólksbíla í ferð.
Þessi skip sigla yfirleitt með 42
hnúta hraða (78 km) á áætlunar-
leiðum, og þau fara mjög vel í sjó.
Helsti gallinn er að skíðin standa
langt neðan úr bátnum og þarf því
32
VÍKINGUR