Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 53
sigla skipi sínu fyrir höfðann og
hafi viljað gefa djöflinum sál sína
að launum, en hafi síðan hlotið þá
refsingu að þvælast á höfunum til
eilífðarnóns, án þess að ná nokkru
sinni til hafnar.
í samnefndri óperu Richards
Wagner fær sá gamli þó að koma
til hafnar á sjö ára fresti, til þess að
finna konu sem með ást sinni til
hans getur aflétt hinum grimmi-
legu örlögum.
Ritaðar heimildir munu vera
um skipsskaða á 16. öld, en þá
fórst hollenskt skip út af höfðan-
um, og er það talinfrvera Hol-
lendingurinn fljúgandi.
Litaðar frásagnir
Ef sögur af draugaskipum eru
bornar saman, þá virðast þær hafa
sameiginleg einkenni. Þótt lýsing-
ar séu um sumt ósammála, virðist
skrokkliturinn ávallt vera gulgrár,
og þilfarið er mannlaust. Það er
enginn heldur við stýrið.
Skjalfest lýsing á Hollendingn-
um fljúgandi er til frá árinu 1881,
nánar til tekið í júlímánuði, þegar
hinn 16 ára gamli prins George,
síðar Georg V. Bretakonungur og
eldri bróðir hans, prins Albert
voru á siglingu um borð í HMS
Inconstant, en skip þeirra var í
flotadeild með orrustuskipinu
Bacchante.
„Klukkan fjögur um eftirmið-
daginn sigldi Hollendingurinn
fljúgandi fyrir stefni okkar,“
skýrðu prinsarnir frá, og „ein-
kennileg rauð ljós flöktu á
draugaskipinu. Skipið fór hjá
okkur í um það bil 200 metra
fjarlægð og sást mjög greinilega
þar sem það bar við himininn.“
Margir sáu sýnina, auk prinsanna.
Aðrar sögur herma að háseti
hafi tilkynnt um Hollendinginn
um borð í HMS Inconstant, og
hafi sá hinn sami skömmu síðar
fallið niður úr formastrinu og
beðið þar bráðan bana.
Einnig á skipstjórinn að hafa
veikst af dularfullum sjúkleika
skömmu síðar og andast í hafi.
Dauður sjómaður
bjargar skipi sínu?
En það virðast ekki einvörð-
ungu vera skipin, sem fara á stúf-
ana eftir dularfull afdrif, sjómenn
eiga þetta til líka. Sagðar eru ótal
sögur af látnum sjómönnum, sem
birst hafa um borð í skipum. Er
rétt að segja frá einum slíkum
viðburði í lokin, og halda sig við
flotann.
Það var um aldamótin, að há-
seti á breska herskipinu HMS So-
ciety féll fyrir borð í hafi og
drukknaði.
Fáum dögum síðar, var skip-
herrann vakinn að næturþeli af
skuggalegri veru, sem sagði:
— „Lóðaðu dýpið skipstjóri.
Lóðaðu dýpið!“ en í þá daga var
blýlóði með áfestri línu fleygt fyrir
borð og dýpið mælt þannig, því
bergmálsdýptarmælar voru þá
ekki komnir til sögunnar.
Veran hvarf, þegar skipstjórinn
vaknaði, en hann þekkti að þarna
var hinn látni háseti hans.
Skipherrann snaraði sér í
stjórnpall, og lét lóða dýpið og
kom i ljós að það var aðeins sex
faðmar. Skipið hafði borið langt
af leið sinni og hefði strandað
innan skamms, ef hinn látni mað-
ur hefði ekki varað skipstjórann
við, en engum datt í hug annað en
að allt væri með felldu.
Skemmtiferðaskipið Rasa Sayang
Norskt útgerðarfélag hefur selt grískum útgerðarmönnum 18.500 tonna
skemmtiferðaskipið RASA SAYANG, en skipip hefur undanfarin ár
verið í siglingum í Asíu með ferðamenn.
Skipinu var lagt i júlímánuði síðastliðnum í Singapore, en 47 menn af
áhöfn þess voru kyrrir um borð, til þess að halda því tilbúnu og kláru til
siglinga, þegar kaupandi væri fenginn.
RASA SAYANG hefur nú verið sett í þurrkví í Rasa Sayang og munu
Grikkirnir taka við því þar innan skamms. Myndin er af RASA
SAYANG.
VÍKINGUR
53