Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 31
Breskí fiskiskipaflotinn of stór? Með sama áframhaldi verður enginn fiskur eftir til þess að veiða, segja bresk yfirvöld Breskir útgerðarmenn og sjómenn hafa fengið viðvörun frá yfirvöldum, að fiskiskipa- flotinn sé þegar orðinn of stór, og með sama vexti, verði bók- staflega enginn fiskur eftir tii að veiða á breskum fiskimiðum. Viija yfirvöld að þegar verði sett takmörkun á kaup og sölu fiskiskipa og smíði nýrra skipa, til þess að ná valdi á málinu, en það hfur verið hindrunarlítið að kalla að fá smíðuð ný fiskiskip í Bretlandi til þessa, og kaup á notuðum skipum hafa verið mönnum frjáls. Charles Meek, formaður White Fish Authority, bendir á það, að á síðasta ári hafi Bretar keypt til landsins 80 notuð fiskiskip frá öðrum löndum. Mestur hluti þessara nýju skipa eru skuttogarar, sem geta einnig veitt í hringnót (loðnuskip). Þessi skip eru flest á stærð við stóru ís- lensku loðnubátana, og geta skóflað upp hundruðum tonna af fiski á nokkrum klukkustundum, einsog það var orðað. Árið 1977 voru 27 nótaveiðiskip í breska fiskiskipaflotanum en núna eru þau 40, og 20 eru í pöntun, þannig að floti þessara skipa hefur tvöfaldast á tveim ár- um. WBA hefur fyrir sitt leyti lagst gegn smíði slíkra skipa í Bretlandi — en þá fara menn bara til Noregs og kaupa skipin þar. Myndin sýnir hið 43 metra langa norskbyggða nótaskip, TAITS, sem er nú eitt af stærstu 1200 hestafla vél og sjókældar nótaveiðiskipum Breta. Það hefur lestar (sex tanka). j— WfflM Nýtt liatran nsóknarski p Breskt rannsóknafyrirtæki í einkaeign hefur látið gera mjög fullkomið rannsóknaskip sem heitir Kilsyth, en skipinu eru ætluð margvísleg vísindaleg verkefni. Þetta skip var áður skuttogari, er nú búið til víðtækra rannsókna, bæði haffræðilegra og eins til rannsókna á hafsbotni, bæði á grunnslóð og eins á djúpslóð. Hefur skipið m.a. útbúnað til þess að kanna borpallastæði, finna hentuga staði fyrir neðansjávar- leiðslur og ennfremur til þess að annast eftirlit með slíkum leiðsl- um, en skipið er búið sjálfvirku staðsetningarkerfi, þar sem tölva getur haldið því nákvæmlega á sama stað. Þá er skipið sérlega búið til þess að ná sýnum af hafsbotni, auk fjölmargra vísindatækja, sem of langt væri að telja upp hér. Skipinu eru ætluð verkefni um víða veröld. VIKINGUR 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.