Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 50
slíkt, með nemendurna og kenn- arana um borð. Skipið er 150 metra langt, 21 metra breitt og er 12.800 DW. Það gengur 16.7 hnúta. Á myndinni sjáum við Jose Marti á fullri ferð í reynslusigl- ingunni, en seglskipið er skólaskip Laurentzenlínunnar, þar sem sjó- mannsefni við sjómannaskóla fá ákveðinn hluta þjálfunar sinnar. Víkingurinn hefur áður litillega minnst á þetta skip (Jose Marti), en þá höfðum við ekki eins miklar upplýsingar og núna, en við urð- um þess varir, að áhugi var fyrir að vita meira um þessi stóru skólaskip þjóðanna. Þá getum við einnig upplýst að fleiri þjóðir hafa pantað svipuð skip, til dæmis Iranir, en á sigl- ingamáli eru þau nefnd Cargo/training ships, og fjögur verða smíðuð af þessari gerð til viðbótar, og öll fara þau til fjar- lægra landa, þar sem þeirra bíður það hlutskipti að þjálfa sjómenn þjóða, þar sem skortur er á menntuðum og hæfum farmönn- um. Bílferja milli Barcelóna og Ibiza 1. júní sl. hóf Ybarra skipafélagið daglegar siglingar með farþega og bíla frá Barceiona til Ibiza og ennfremur til Mallorca. Fargjaldið er 78 DM fyrir manninn og 131 DM fyrir bílinn og eru fjögurra manna kiefar í skip- unum. Bókað er í þessar ferðir í öilum DER ferðaskrifstofum í Þýskalandi og þetta ættu íslenskir, akandi ferða- menn að athuga ef þeir hyggja á Mið- jarðarhafsferð. Þá má vekja athygli á ferjuferðum milli Genoa og Barcelona, en þær eru þrjár á viku og kostar 92 DM fyrir manninn á þeirri leið og 110 DM fyrir bílinn. Nýr norskur björgunarbátur Þekkt norskt fyrirtæki hefur nú sent á markað nýjan björgunar- bát, sem hlotið hefur staðfestingu yfirvalda, eða norsku siglinga- málastofnunarinnar. Bátur þessi er hinn nýstárlegasti og miklar kröfur eru gerðar til hans. Hann er vélknúinn og er hann ekki með venjulega skrúfu, heldur öllu heldur dælu, því hætta gæti verið á slysum á fólki ef venjuleg skipsskrúfa væri notuð. Báturinn er búinn sérstökum „þybbum“, til að verja hann ef hann rekst á, t.d. við skipshlið í veltingi. Farþegar, eða skipbrotsmenn hafa sérstök bólstruð sæti og ör- yggisbelti, svipuð og notuð eru í bifreiðar, en það getur komið að góðu haldi í stormi og stórsjó. Bátur þessi hefur verið þraut- reyndur og meðal annars hefur hann verið látinn rekast á stein- vegg með hraða sem er 5 m á sek- úndu, (18 km hraði) og þoldi bát- urinn það án skemmda. Erfið grásleppuvertíð Það sem af er sumri hefur Sjávarútvegsráðuneytið gefið út 507 leyfi til grásleppuveiða á þessu ári. Þótt einhverjar beiðnir um veiðileyfi eigi eftir að berast, er víst að um er að ræða fækkun frá fyrra ári, en þá voru þau 618. Leyfin í ár skiptast þannig á veiðisvæði. Veiðitímabil eru einnig tilgreind: Suður- og Vesturland (Hvíting- ar-Horn): 236 leyfi; 18. apríl — 17. júlí. Norðvesturland (Horn — Skagatá): 66 leyfi; 1. apríl — 30. júní. Norðausturland (Skagatá — Fontur: 159 leyfi; 10. mars — 8. júní. Austurland (Fontur — Hvít- ingar): 46 leyfi; 20. mars — 18. júní. Hafís hefur í ár hamlað mjög veiðum fyrir Norðurlandi og norðanverðu Austurlandi, og þar sem ástandið hefur verið verst á Norðausturlandi og norðanverð- um Austfjörðum, var vertíð ekki hafin þegar þetta var ritað (30. apríl). í fyrra voru flutt út 1398 tonn af söltuðum grásleppuhrognum og 81 tonn fór í niðurlagningu, en búast má við að aflinn verði minni í ár. 50 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.