Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 20
Ásgeir Pjeturssyni, E. Laxdal, Jóni E. Guðmundssyni og e.t.v. fleir- um. Vélbátaútgerðin í Ólafsfirði 1905—’16 Upphaf vélbátaútgerðar á ís- landi má rekja að miklu til alda- mótaársins 1900, en það ár komu nokkrir danskir mótorkútterar frá Esbjerg til kolaveiða í Önundar- firði. Þeim fylgdu litlir opnir vél- bátar, sem þeir notuðu við veið- arnar. Danir urðu með þeim fyrstu í heiminum að tileinka sér vélbát- inn og um aldamótin síðustu var vélbátaútgerð Dana orðin um- talsverð. Elsta vélsmiðja þeirra, Dan verksmiðjan í Kaupmannahöfn, var stofnuð árið 1894, Alpha verksmiðjan í Frederiskhavn var stofnuð 1896 og litlu síðar, C. Möllerup í Esbjerg. Norðmenn fetuðu fljótt í fótspor Dana í vél- væðingu bátaflota síns. Árið 1903 voru aðeins þrír vélbátar til í Noregi, en sex árum síðar voru þeir orðnir tvö þúsund. Brautryðjandí í vélbátaútgerð hér á landi var Árni Gíslason á ísafirði, er hann keypti tveggja hestafla Möllerups vél frá Dan- mörku árið 1902 og setti hana í opinn árabát, Stanley að nafni, sem hann átti. Fyrsti vélbáturinn kom til Norðurlands sumarið 1904. Þetta var 4—5 lesta bátur, sem var not- aður til flutninga á Eyjafirði og kallaður „Skellir,“ líklega vegna vélarinnar. Eigandi hans og for- maður var Skúli Einarsson frá ísafirði. Síðar var þessi bátur seldur til Eyjafjarðar. Veturinn 1904—1905 stofna með sér út- gerðarfélag í Ólafsfirði þeir Páll Bergsson, Þorsteinn Jónsson og Aðalsteinn Jörundsson. Létu þeir smíða lítinn eikarbát í Frederiks- sund í Danmörku þennan sama vetur. Jafnframt dvaldi Aðal- Hér hafa þeir fengið gott kast á Önnu EA-12 (1938—’41) og eru byrjaðir að háfa. Mennirnir í bátnum eru: Sigurður Friðriksson, Gunnlaugur Friðriksson, Áki Þorsteins- son og Eggert Pálsson. í bátnum fjær eru: Theódór Jónsson, Björn Þorkelsson gríms- eyingur, Mikael Guðmundsson, Þorsteinn Einarsson og Svavar Antonsson. Anna EA-12 full af síld og mikið eftir í nótinni. Páll Bergsson. Hann fluttist til 1 Ólafsfjarðar úr Svarfaðardal að- á eins tuttugu og sex ára gamall. Kona hans var Svanhildur Jör- a undsdóttir frá Hrísey. Páll rak út- a * gerð og verslun í Ólafsfirði um u nítján ára skeið (1897—1916) að f hann fluttist til Hríseyjar. Hann h valdist fljótt í ýmsar trúnaðar- u stöður í Ölafsfirði, auk þess var \ hann stofnandi og formaður S Útvegsmannafélags Eyfirðinga árin 1908—1916. Á tveim fyrstu áratugum þess- arar aldar komu ýmsir Akureyr- arkaupmenn við sögu í fiskverk- unar- og útgerðarmálum Ólafs- firðinga. í sumum tilvikum voru heimamenn í félagi með eftirtöld- um mönnum: Carl Höepfner, J. V. Havsteen, Snorra Jónssyni, S. Sigurðssyni & E. Gunnarssyni, 20 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.