Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 36
vesæli og hási póstbátur, sem flýt- ur sér frá aftur um leið og hann er lagstur að, rétt eins og við séum öll pestargemlingar. Hvernig væri það að vera reiðari? Reykja sveran vindil og keyra í bíl. Að lokum gat Einar ekki setið lengur einn að þessum hugsunum, hann varð að trúa einhverjum fyrir þeim. Hvernig í ósköpunum skyldi það vera að reykja svíra- vindil og keyra í bíl? Einar fékk góðar undirtektir, en það var ekki um að ræða að hann yrði reiðari. Hann gat ekki einu sinni deilt með þremur og þaðan af síður lagt saman tvo þriðjunga. Varla var hægt að hafa það á móti honum, þeir eru ekki margir reiðararnir, sem geta það. En til voru þeir, sem kunnu þrisvar sinnum töfluna og að hagræða þriðjungum, þeir stungu saman nefjum og ein, zwei, drei, þeir höfðu pantað línuveið- ara frá Noregi. Hreppurinn átti að eiga bátinn, og til að koma í veg fyrir allt klúður völdu þeir gamlan stýrimann til að stjórna útgerð- inni. Kaupmaðurinn, Magnús Jógvan, maldaði ögn í móinn til að byrja með, honum fannst hann vera sjálfkjörinn í starfann, en svo róaðist hann. Stýrimaðurinn var duglegur við landbúnaðinn og átti eina grákollótta kú. Hann kallaði saman hreppsnefndina, Tarnoví- us, Abraham, Kaj Erik hjá Mar- enu og Jens Fjallatind. En hvað átti báturinn að heita? Þeir horfðu hver á annan og sátu lungan úr degi og brutu heilann. Þegar hver fór til sín um kvöldið höfðu þeir ákveðið að hafa verðlaunasam- keppni um nafngjöfina. Sá sem kæmi með bezta nafnið á bátinn fengi 20.000 krónur í verðlaun. Það er ekki annað en sanngjarnt, fannst Tarnovíusi, hann hafði set- ið úti í horni og skrifað nokkrar uppástungur á pappírsmiða. Og nú hófust heilabrot mikil og hugarleikfimi meiri en áður hafði þekkst í sögu byggðarinnar. Erfitt 36 er að skera úr um hver verið hafi mestur nafnamaður í byggðinni, en rekamaðurinn Sámal Mathías mun hafa náð langt. Svitinn draup af hverju hári, konan hafði rekið börnin á dyr og hafði ekki undan að bera oní hann kaffi. Haugar af seðlum risu upp af borðinu. Gulir og hvítir pappírspokar, slitur af Dimmu og Fjórtánda, allt var út- krassað af uppástungum. — Jakobína, hvernig líkar þér nafnið Hafsins gyllta snekkja? kallaði hann til konunnar. í hvert skipti, sem honum kom nýtt nafn í hug varð hann að segja konunni frá því. Jakobína skein eins og sól í heiði og líkaði allt vel. — Heyrðu, Jakobína, hvað finnst þér um nafnið Gulljatan? Eða Peningakassinn? kallaði Sámal Mathías og skrifaði niður nöfnin. — Þetta er orðið eins og bjarg- ræðisvegur, Jakobína, hvar ertu, heyrirðu mig? Þetta er eins og að tína hagalagðra fyrir rúning. Þegar skilafresturinn var út- runninn og komið að því að gera út um hver hefði unnið, höfðu fleiri þúsundir tillagna borizt. Út- gerðarnefndin kom öllum uppá- stungunum fyrir í kassa og tók til starfa. Það var snemma morguns. Um kvöldið höfðu engin úrslit borizt frá þeim og menn voru orðnir óþolinmóðir. Afar óþolin- móðir. Sámal Mathías hafði marg verið þarna fyrir utan og hann var ekki sá eini. — Nei, nú nenni ég þessu ekki lengur, sagði Abraham, við getum ekki setið hér í það óendanlega, skipið verður að fá nafn til að komast út á sjó og fiska. Nú sting ég hendinni niður í seðlahrúguna og það verður að ráðast hvert nafnið verður, þetta gengur ekki lengur. Hinir voru honum sammála, þeir voru svo uppgefnir að þeir gátu ekki annað en verið honum sammála. Það kann að þykja skrítið, og þó fór það nú þannig, að þegar Abraham kom með höndina upp úr kassanum hélt hann á seðli, sem á stóð: Hið rauða gull, og þar fyrir neðan stóð hans eigið nafn. Þá voru hinir ekki lengur sammála honum. Hið rauða gull? Hlægilegt nafn á skipi, ef þeir skírðu skipið slíku nafni yrðu þeir ekki einungis sjálfum sér til skammar heldur byggðinni allri. — Nei, en hvað segið þið um þetta nafn, sagði Jens, hann hafði einnig verið með höndina niðri í kassanum, Þjóðveldið, það er gott nafn, þið fáið ekki annað betra. Kaj Erik hjá Marenu reif af honum seðilinn og það var eins og hann grunaði, Jens Fjallatind hafði sjálfur skrifað þessa uppá- stungu. Þess vegna fór hann einn- ig í kassann og sagði, að fyrir sitt leyti ætti skipið að heita Siglarinn skjóti. Hann átti þá tillögu sjálfur, en ef hann átti að vera alveg hreinskilinn, þá sæi hann ekki að þeim tækist að finna betra nafn, og þar með væru þessar 20.000 krónur svo gott sem sínar. Þá voru þeir komnir til botns. Lengra varð ekki farið. En það átti eftir að rakna úr vandanum. Það var Tarnovíus, sem leysti þá úr sjálf- heldunni. Hann kom með breyt- ingartillögu. Ef þeir tóku eitt orð úr hverri af þessum þremur upp- ástungum þá fengu þeir nafnið Hið siglandi veldið, og gátu þar með skipt peningunum á milli sín, og þar sem hann var nú sá, sem fram kom með þessa miðlunartil- lögu, þá gæti hann fengið fjórða partinn af verðlaununum, hann fór ekki fram á meira. Vafalaust yrðu menn fokvondir út af þessari niðurstöðu, en hver er ekki reiðu- búinn að taka á sig svolitlar skammir fyrir fimmþúsund kall? Ekki hafði Tarnovíus á móti því. Og það höfðu hinir ekki heldur. En Sámal Mathías hafði verið svo handviss um að þessar 20.000 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.