Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 42
Litlar fiskimjöls- verksmidjur fyrir togara Samþjöppuð (compact) fiski- mjölsverksmiðja fyrir fiskiskip hefur nýlega verið kynnt á breskum markaði, en verk- smiðjan er ný uppfinning. Fiskimjölsverksmiðjur hafa áð- ur verið hafðar um borð í stór- um togurum, þar á meðal nokkrum af nýsköpunartogur- um íslendinga á sínum tíma. Áður þurfti þó að gera ráð fyrir slíkri verksmiðju þegar skipið var hannað, en nýja verksmiðjan er hins vegar svo smá í sniðum, að henni er víða unnt að koma fyrir. Verksmiðjan er ætluð í venju- lega úthafstogara, einsog íslend- ingar eiga, og er gert ráð fyrir að hún vinni fiskúrgang, slóg og annað tilfallandi hráefni, t.d. fisk- tegundir sem ekki er arðbært að koma með að landi. Þarna er sumsé unnt að nýta hráefni, sem annars er fleygt í sjóinn. Verksmiðjan er nær algjörlega sjálfvirk og eru afköstin um það bil 6 tonn á sólarhring (hráefni). Sjálfvirkur búnaður sér um allt, frá því að hráefni er sett í vélina, þar til mjölið kemur sekkjað. Sjálfvirkur búnaður stöðvar framleiðsluna sjálfkrafa, ef eitt- hvað bilar, þannig að eldhætta er hverfandi. Verksmiðjan vegur aðeins 5 tonn og gólfflötur fyrir hana þarf aðeins að vera 3.8X2.45 metrar, og lofthæð 2.7 metrar. Vélin á myndinni getur tekið við 250 kílóum af hráefni á greiða verksmiðjur sem afkasta klukkustund, en unnt er að af- fjórum sinnum meira. Nú cru breyttir tímar við uppskipunina. Togararnir landa bcint fyrir framan kæli- gcymsluna og lyftari ekur síðan aflanum bcinustu leið inn í kæligeymsluna. 42 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.