Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 9
trúverðuga, fylla hana lífi. Því er ekki að neita, að við hefðum viljað að Hrafn vœri sjómaður, eða að sjó- maður hefði skrifað aðra sögu eins góða eða betri, því tilþessarar samkeppni var efntfyrst og fremst meðþað í huga að hvetja sjómenn til að stinga niðurpenna. En góð saga er góð, hver sem hana skrifar, og það er augljóst að Hrafn, þótt hann hafi verið til sjós, heldur nœgilegri fjarlœgð frá efninu til að geta gert sér grein fyrir, hvaða atriðiþað eru hverju sinni, sem skipta máli fyrirframgang sögunnar, og hver ekki. Víkingurinn þakkar öllum þeim sem sendu rit- smiðar til samkeppninnar, og mun í samráði við höf- unda birta flestar þeirra gegn höfundarlaunum. Þótt einungis einn hafi unnið til verðlauna, þá skiptir mestu máli, að svo margir skyldu vilja festa hugmyndir sínar og reynslu á blað. Sú vinna er ekki unnin fyrir gíg. Hún sýnir svo ekki verður um villst að íslenskir sjó- menn búa yfir reynslu sem betur þarf að gera skil í bókmenntum okkar. Af sveitasögum eigum við nóg, en af sjómannasögum of lítið. Margir höfundar sýndu, að i þeim býr sá neisti sem logar svo skœr hjá œfðari mönnum. Með því að aga frásagnargleðina geta þeir tvímœlalaust skrifað lengri eða skemmri verk, sem eru þeim til sóma og lesendum til fróðleiks og ánœgju. Ef þessi samkeppni Víkingsins getur orðið til þess að hvetja þá og aðra sjómenn til að skoða líf sitt og segja öðrum frá því á prenti, þá er tilgangi hennar náð. Víkingurinn er, og verður áfram, œvinlega opinn fyrir því, sem þeir hafa að segja. Fyrir hönd dómnefndar Guðbrandur Gíslason Fyrstu verðlaun: Hrafn Gunnlaugsson: FARÞEGINN í Gautaborg kom ræðismaður íslands um borð og bað karlinn að taka fyrir sig farþega. Þetta er ekki farþegaskip, svaraði hann afund- inn og hagræddi sér í rúminu: Réttu mér trefilinn þarna. Ræðis- maðurinn var um fertugt og í lag- inu eins og fólk sem börn búa til úr eldspýtum og skemmdum kartöflum, hann ók sér á bekkn- um og skimaði smáeygður eftir treflinum. Þú situr á honum, kumraði karlinn og fór að hlæja; fyrst hló hann lágt og ofaní, en svo spýttist hlátursgusa upp úr honum og ruddi með sér hósta sem kæfði hláturinn í miðju kafi. Hann blánaði í framan og barði í þilið: Fari þáð hábölvað helvíti. Svo kreisti hann á sér andlitið eins og gúmmíblöðru og snörlaði á inn- soginu. Ræðismaðurinn rétti trefilinn og leit hnugginn í gaupnir sér: Þú verður að gera mér þennan greiða, þeir í sendiráðinu í Stokkhólmi hafa komið drengnum yfir á mig og ég verð að losna við hann. VÍKINGUR — Garmurinn er ekki ráðinn til að elda ofan í aðra en áhöfnina og ég hef ekkert leyfi til að bæta á aukamönnum. Og ég er ... — Hann gæti hjálpað honum, skaut ræðismaðurinn inn í. — Ég er búinn að fá nóg af þessu farþegabraski og það er kokksins að ákveða hvort hann vill aðstoð. Brúnin lyftist á ræðismann- inum: Má ég tala um þetta við hann? Karlinn svaraði honum ekki, heldur hrópaði: Kom inn. Fyrsti stýrimaður sté innfyrir og tyllti nokkrum meðalaglösum á nátt- borðið. Hann hét Gísli, kallaður Gilli. Meðalmaður á hæð, grann- ur og ögn framsettur. Hárið skol- litað og vel greitt. Húðin ein- kennilega gráblá og háræðarnar sýnilegar undir augunum eins og í andliti sem er lýst upp með neon- ljósi. — Er nokkuð gagn í þessu hel- vítis dópi? spurði sjúklingurinn og blimskakkaði öðru auganu upp á stýrimanninn. — Ég veit það ekki, en þetta er það sem leiðarvísirinn ráðleggur við hálsbólgu og kvefi. Hérna eru lyklarnir. — Nei, haltu þeim, þú getur séð um apótekið á meðan ég er að ná þessu úr mér, Gilli minn, gefðu gestinum sjúss. — Nei takk, flýtti ræðismaður- inn sér að segja og strauk yfir gljáandi hárið. Stýrimaður færði sjúklingnum vatnsglas og gesturinn sat þegj- andi á meðan og fitlaði við dömukveikjara sem hann hafði veitt upp úr vasanum. Hann skoðaði á sér neglurnar, dró fram filtersígarettu og var í þann mund að kveikja í, þegar karlinn hróp- aði: Hún er öfug. Gesturinn rykktist til og reif út úr sér sígarettuna. Svo leit hann á karlinn eins og hundur sem stigið er ofan á: Hún var ekkert öfug. — Það getur vel verið, en ég vil ekki að það sé verið að reykja 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.