Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 13
hann gaf einhverjar skipanir og
teygði sig síðan eftir stöng upp í
loftinu og nú drundi öskrið enn
einu sinni, ærandi og tryllingslegt.
— Hættu þessu, æpti farþeg-
inn. Karlinn leit forviða á hann.
Hann sá náföla veiklulega dreng-
spíru sem greip utan um höfuðið á
sér og æpti aftur: Hættu þessu.
— Er eitthvað að þér? spurði
karlinn og ræskti sig.
— Nei, en ég þoli ekki þetta
hljóð, ég þoli það ekki. Skilurðu
það.
— Nei, svaraði karlinn og
teygði sig aftur eftir stönginni og
lét þokulúðurinn blása. Farþeg-
inn baðaði út höndum og virtist
ætla að hlaupa undir karlinn en
svo snérist hann á hæl og hálf
hrapaði niður stigann og út.
— Hver andskotinn er þetta?
spurði karlinn og leit hlessa til
himna. Þeir svöruðu ekki, en
bátsmaðurinn ypti öxlum og taut-
aði; kannski kominn af hæli.
Þeir dóluðu innra sundið með
eyjuna Stómu á stjórnborða en
Skotland á bakborða, baul úr vit-
um réð ferðinni og karlinn blótaði
lampanum í radarnum. Það var
ekki fyrr en komið var fram undir
hádegi sem Gísli fór niður. Hann
var undarlega tómur í hausnum
og bjórinn fastur í maganum eins
og klumpur sem gekk ekki niður.
Hann kveið fyrir því að liggja
andvaka, of þreyttur til að geta
hvílt sig, og samt fann hann ekki
til neinnar venjulegrar þreytu,
heldur kalds dofa, sem byrjaði í
handleggjunum og heltók síðan
allan líkamann. Bezt að fá sér
eitthvað hugsaði hann og tók
stefnuna á sjúkraklefann.
Farþeginn sat bograndi á legu-
bekknum og tók ekki strax eftir
því að komið var inn. Svo fann
hann nálægð einhvers útundan sér
og greip í fáti eftir ullarteppi í
kojunni og reyndi að hylja það
sem hann var með. Gísli var
augnablik að átta sig, honum
VÍKINGUR
sýndist farþeginn vera með
sjúkrakassann og þegar hann leit á
apótekið sá hann að það hafði
verið dýrkað upp og brúna tré-
hurðin í hálfa gátt.
— Hvað ertu að gera, sagði
hann höstuglega og sleit teppið úr
höndum farþegans.
— Ekkert, hrópaði farþeginn
og Gísli sá þennan svæfingar-
glampa í augum hans og andlitið
ein frosin gretta eins og gríma. Svo
fann hann granna titrandi hönd
hans grípa í handlegg sinn og
nagaðar varirnar hvísluðu óða-
mála: Viltu hlusta á mig, ha?
Gerðu það seztu og hlustaðu á
mig, þá get ég útskýrt þetta allt —
í guðana bænum, gerðu það fyrir
mig.
Umkomuleysið í rödd farþeg-
ans og höndin sem hélt enn í
Mynd: Guðbergur Auðunsson
handlegg hans, beinaber og nötr-
andi, vakti örlitla hluttekningu í
brjósti Gísla og hann lét sig síga
niður á stól við borðið. Hvers
vegna minnir hann mig á hana,
hugsaði hann og sagði: Þú hefur
brotist inn í apótekið.
— Ef þú hefðir lesið skjölin
sem lögreglumaðurinn lét þig fá í
Gautaborg, þá vissirðu að ég væri
dópisti. Sjáðu til ég fékk með mér
pillur sem áttu að nægja akkúrat
þar til við kæmum heim, en nú
höfum við tafist svo lengi og ég
verið svo slæmur að það eru bara
tvær eftir og ég ætlaði að fá lánaða
sprautu í kassanum til að geta
tekið þær beint í æð. Ef ég ét þær
nýtast þær miklu verr, magasýr-
umar og svoleiðis skilurðu — en
ef ég myl þær niður í vatni og
sprauta þeim beint í æð slepp ég
13