Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 14
þar til við komum heim. Viltu hjálpa mér, þú trúir ekki hvað mér líður hræðilega. Hann er jafnhraðlyginn og hún, hugsaði Gísli og fann bræðina sjóða inní sér; ef þessi ræfill væri dópisti gat hann sjálfum sér um kennt. Þessir ræflar lifðu eins og sníkjudýr á þjóðfélaginu; nenntu ekki að vinna en lægju í dópi. Þá gætu þeir líka sopið seyðið af hegðun sinni. Hann svaraði engu, en tók kassann af bekknum, stakk honum undir handlegginn og gerði sig líklegan að fara. Þá læsti farþeginn fingrunum í handlegg hans og nú var takið svo hart að hann verkjaði, og hafði slegið frá sér áður en hann vissi. Farþeginn rak upp lágt gól eins og hundur sem þorir ekki að gelta og valt aftur á bekkinn: Ég fleygi mér fyrir borð ef þú hjálpar mér ekki — skilurðu það, ég drep mig. Þegar Gísli var kominn fram á ganginn með kassann vissi hann í fyrstu ekki hvert hann væri að fara, en svo bankaði hann upp á hjá karlinum. Hann svaraði ekki fyrr en eftir dúk og disk. Ný sofn- aður og neitaði í fyrstu að opna, en þegar hann heyrði geðshrær- inguna í rödd Gísla handan við hurðina, opnaði hann og kastaði yfir sig slopp. — Farþeginn var að brjótast inn í apótekið, sagði Gísli og rakti hvað komið hafði fyrir. Karlinn hlustaði þegjandi og gretti sig: Ég gat svo sem átt von á þessu. Þeir í sendiráðinu i Stokkhólmi sendu bréf með honum og þar stóð að hann væri eiturlyfjasjúklingur og ætti auk þess yfir höfði sér langan fangelsisdóm fyrir smygl; en yfir- völd í Svíþjóð hefðu sæst á að vísa honum úr landi, ef þeir tækju fulla ábyrgð á honum. Pabbi hans var með mér í bekk og mamma hans er tengd mér svo ég ákvað að koma honum heim. — Hann hótar að fleygja sér fyrir borð — kannski við ættum að 14 sprauta hann, sagði Gísli og var allt í einu farinn að vorkenna far- þeganum. — Kemur ekki til greina. Ef hann ætlar að fara að vera með einhverjar kúnstir þá ólum við hann niður í kojuna þar til við komum heim. Hér verður ekki sett upp neitt dóphús. Ég sá það uppi í brú í morgun að hann væri að verða vitlaus og nú færðu Mása og Guðmund staula með þér og þið bindið hann, ef hann er með eitt- hvað múður. Gísli hraðaði sér niður í messa og náði í liðið, en þegar þeir komu upp í sjúkraklefa var hann tómur. Þeir skiptu liði; Gísli fór upp í brú, Mási fram með og Guðmundur í skutinn. Gísli fann farþegann eftir langa leit þar sem hann stóð úti á brú- arvængnum og virtist bíða. Hann stóð alveg fremst við stigaskörina niður á þilfarið og þokan þyrlaðist um hann eins og risavaxinn síga- rettureykur. — Komdu niður, sagði Gísli: Ég skal gefa þér eitthvað róandi úr kassanum. — Ætlarðu að hjálpa mér með sprautuna eða ekki? sagði farþeg- inn hægt og það var slík staðfesta í mjórri röddinni að Gísla brá. Allt í einu rann upp fyrir honum að farþeganum væri full alvara; annað hvort af eða á, og á næsta augnabliki fleygði hann sér fyrir borð eins og styggur fugl, ef hann gerði það minnsta sem gæti fælt hann. — Við skulum tala um spraut- una þegar við komum niður, það er kalt hérna, sagði hann vinalega og þokaði sér nær. — Þegar við komum niður! Heldurðu að ég viti ekki hvað þið ætlið að gera, heldurðu að ég viti ekki að þið eruð að leita að mér. Hann hopaði á hæl alveg að brúninni, svo Gísli greip andann á lofti og þorði ekki að mjaka sér nær. Farþeginn nötraði ögn, en tók sig svo saman í andlitinu, og Gísli sá aftur þennan kyrrstæða glampa í augum hans þar sem heimurinn stendur kyrr, óendan- legur en útbrunninn, og fjarræn slikja straukst yfir andlitið, og varirnar herptust: Ætlarðu að hjálpa mér eða ekki? — Ég get ekki gert það sem mér er bannað, en allt annað, það er til nóg í kassanum. Ég verð að hlýða skipunum eins og aðrir. Farþeginn horfði á stýrimann- inn. Augun gráblá og köld, og húðin öskugrá eins og þokan sem var óðum að hverfa. Baugarnir undir augunum dökkir og hár- æðarnar bláar og þandar. Hann hallaðist fram á við og hann sá að hann ætlaði að hremma. Hann þekkti svona karaktera, þeir voru nógu smeðjulegir á meðan þeir voru að narra mann i netið, en um leið og þeir hefðu náð minnsta tangarhaldi voru blíðuhótin úti og harkan ein eftir. Samt voru þeir ekkert nema undirlægjuhátturinn við þá sem voru þeim sterkari, og þóttust vera að hlýða skipunum þegar níðingurinn kom upp í þeim. Hann horfði fast í augu stýrimannsins og sá hversu um- komulaus hann var og aumur, þar sem hann hímdi og þorði ekki að hreyfa sig af ótta við að hann stykki fyrir borð og hann kannski ásakaður fyrir að hafa drepið hann; hrint sér í sjóinn. — Morðingi, sagði farþeginn og kipraði hvarmana: Morðingi! Svo hló hann. Fyrst stutt og kuldalega, en svo breyttist hlátur- inn og varð ögrandi og allt í einu heyrði Gísli þennan undarlega hrossagaukshlátur aftur í eyrum sínum, og allt hló; skipið nötraði af hlátri og hafið öskraði af hlátri. Hann tók undir sig stökk og kast- aði sér á farþegann. En fuglinn hrökk undan fótum hans út í sortann og hann heyrði þennan langa dillandi hlátur óma inni í sér eftir að hann var horfinn í hafið. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.