Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 16
Loðna, hængur (ofar) og hrygna. Um hrygningartímann myndast úr hreistrinu loðin rák eftir endilangri hlið hængsins. svo aftur 130 þúsund tonn í fyrra sumar. — Hvenær varð mönnum ljóst að loðnan við Jan Mayen var af íslenska stofninum? — Þetta höfum við lengi talið okkur vita, en það sannaðist 1978. Við merktum 11—12 þúsund loðnur út af Norðurlandi þá um sumarið. Nokkur þeirra merkja skiluðu sér úr norskum afla af Jan Mayen miðum samsumars. Einn- ig merktum við 5—6 þúsund 1964 8.6 65 49.7 66 124.5 67 97.2 68 78.1 69 170.6 1970 188.8 2.0 71 182.9 72 276.5 73 345.3 95.6 74 433.8 28.1 75 335.6 122.0 76 252.1 86.6 77 30.3.0 246.2 78 172.0 296.4 79 280.0 231.7 16 loðnur við Jan Mayen þetta sama sumar og hluti þeirra merkja kom fram hér heima næsta vetur (’79). Auk þessa var loðnu fylgt eftir af íslandsmiðum þama norður í fyrra sumar og til baka síðastliðið haust. — Var ekki vitað um þessar göngur fyrr? — Á sjöunda áratugnum var svæðið kannað reglulega á vorin (í maí—júní) án þess að loðna fyndist. Aftur á móti var svæðið 8.6 49.7 124.5 97.2 78.1 170.6 190.8 182.9 276.5 440.9 461.9 3.1 460.7 1 14.4 450.1 259.7 25.0 833.9 497.5 189.0 1.154.9 441.9 180.0 1.133.6 ekki kannað að sumri né seinni hluta sumars að neinu ráði, að undanskildum árunum 1966 og 1967. Fyrra árið fundust þéttar loðnutorfur norðan íslands (68°N og 19°V) en seinna árið miklar loðnulóðningar í júlí og ágúst vestan Jan Mayen (71°N og 12°V). Á áttunda áratugnum voru nokkrir leitarleiðangrar famir til að finna loðnu á Jan Mayen svæðinu, en án árangurs þar til í ágúst 1978. Á ofangreindu tíma- bili var svæðið yfirleitt ekki kann- að nægjanlega vel til þess að hægt væri að draga ákveðnar ályktanir um það hve reglulega loðna finnst við Jan Mayen. — í framhaldi af þessu væri gaman að vita svolítið um reglu og óreglu á hrygningargöngum loðn- unnar. — Á tímum Bjarna Sæmunds- sonar var mönnum ljóst að aðal uppeldis- og ætissvæði loðnu voru fyrir norðan land og jafnframt að aðalhrygningarstöðvamar væru fyrir sunnan land. Bjami gerði ráð fyrir að loðnan gengi til hrygn- ingar suður með Austfjörðum og upp að ströndinni á Homa- fjarðarsvæðinu; héldi þaðan vest- ur með landi og hrygndi meira og minna á öllu svæðinu frá Homa- firði og vestur á Breiðafjörð. Það er ekki fyrr en veturinn 1969 að við förum að kanna nánar hvemig þessari göngu sé háttað. Þá kemur í ljós að loðnan fylgir gjama landgrunnsbrúninni fyrir Norð- austurlandi og suður með Aust- fjörðum, þetta 40—70 sjómílur undan landi. Þetta hefur hún síð- an ævinlega gert með litlum frá- vikum, þangað til í vetur. Nú sýn- ist hún hafa farið mjög grunnt fyrir austanvert Norðurland og Norðausturland og væntanlega einnig suður með Austfjörðum. I upphafi héldum við eins og Bjami að um aðra stóra hrygn- ingargöngu, eða göngur, en aust- VÍKINGUR Árlegur loðnuafli 1964—79 (þús. tonna) S- og SV-laiul fcbr.—april Djiipmið N-. NA- og Auslurlinul janúar on fcbriiar Djúpmið N- Norðmenn ofi NV-land og jiílí—dcs. Færcyingar Samtals

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue: 4.-5. Tölublað (01.05.1980)
https://timarit.is/issue/289963

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

4.-5. Tölublað (01.05.1980)

Actions: