Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 24
Sjófuglar eru næmir fyrir mengun. Hér er olíublaut langvia. Slíkir fuglar eru oft dauð- anurn ofurseldir. Ljósm.: Finnur Guðmundsson. Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjagötu 9 Örfirisey Sfmi 14010 24 Enn má nefna að Amþór Garðarsson hefur athugað dreif- ingu sjófugla, einkum skarfa, dílaskarfs og toppskarfs. Niður- stöður hans og einnig Þorsteins munu væntanlega birtast í næsta hefti Náttúrufræðingsins. Minkurinn hrakti teistuna út í eyjar — Hvað er að segja af rann- sóknum þínum? — Ég hef sérstaklega rannsakað teistu, en ég hef einnig fengist við að athuga lunda.. Ég hef unnið að mjög alhliða rannsóknum á lifnaðarháttum teistunnar. Ég athugaði varp og varphætti hennar frá því fuglarnir komu á vorin að vörpunum og þar til ungar voru komnir á sjó að hausti. Ég hef kannað fæðu og merkt um 3000 fugla til að kanna ferðir hennar utan varptíma og hvert hún fer áður en hún verður kynþroska. Samkvæmt mínum athugunum verpa ungar teistur mjög nálægt þeim stað sem þær eru aldar upp á. Þá hef ég fylgst með breytingum í fjölda teista á athuganasvæði mínu, en það er Flatey á Breiðafirði. Þar hefur orðið mikil fjölgun á teistu síðustu 15 ár og er Flatey stærsta teistu- byggð sem vitað er um hér á landi. Ástæðan fyrir fjölguninni er lík- lega sú, að minkur hafi hrakið teistur annars staðar frá út í Breiðafjarðareyjar og að nú séu rottur og mýs útdauðar á Flatey síðan 1971. Minkur finnst ekki í Flateyjarhreppi. Þá hef ég kannað fæðu teistunnar, bæði fullorðinna og unga. Ég hef líka reynt að meta áhrif grásleppuveiða á teistu- stofninn. Árið 1976 drapst 1—2% allra fullorðinna teista á Flatey í grásleppunetum. Talsvert drepst af teistu í grásleppunetum kring- um landið. Ef þessir fuglar hafa verið merktir, hefur það gefið mér mikla vitneskju um ferðir þeirra. í VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.