Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 25
því sambandi vil ég hvetja menn að senda mér upplýsingar um merkta fugla sem kynnu að drep- ast í netum þeirra, ásamt upplýs- ingum um fundarstað og tíma. Teistur merktar í Flatey hafa fundist á SV-Grænlandi. Svartfuglar sækja á Nýfundnalandsmið Varðandi lunda hef ég kannað hvemig megi aldursgreina þá samkvæmt ytri einkennum, af nefinu. í öðru lagi hef ég kannað hvenær hann verður kynþroska og fer að verpa. Þetta hvort tveggja hefur byggst á lundamerkingum í Vestmannaeyjum. Þar hefur mik- ið verið merkt af lunda alla tíð síðan 1953. Óskar Sigurðsson vitavörður á Stórhöfða hefur öðr- um fremur fengist við það. Á þessum tíma hafa verið merktir um 45 þúsund lundar. Um 6000 merki hafa endurheimst, flest af lundum veiddum í háf. Af endur- heimtunum hef ég fengið mikla vitneskju um útbreiðslu lundans og ferðir. Lundinn flakkar talsvert mikið, einkum áður en hann verður kynþroska, þá 5—6 ára. Hann ferðast bæði milli byggða hér heima og einnig milli landa. Lundar merktir hér hafa komið fram í Noregi og Færeyjum og lundar merktir í Skotlandi hafa náðst hér. En athyglisverðasta niðurstaðan úr þessum merking- um er að Vestmannaeyjalundinn sækir til Nýfundnalands á vetuma og gæti svo verið um íslenska lundann yfirleitt. Á þessum tíma sjást yfirleitt ekki fuglar af þessari tegund við Suður- og Vesturland. Hins vegar er lundi við Norður- og Norðausturland á vetuma, en líklega er það ekki íslenskur varp- fugl, heldur kominn frá Norður— Noregi. — Fara aðrir íslenskir svart- fuglar á Nýfundnalandsmið? — Merkingar segja okkur oft geysimikið um lifnaðarhætti VÍKINGUR Stuttnefjur við egg sin í bjargi. Talið er að tvær milljónir para verpi á íslandi. Ljósm.: Erling Ólafsson. fugla. Hingað til hefur svotil ekk- ert verið merkt af bjargfuglum á íslandi, og þess vegna vitum við nær ekkert um ferðir þessara fugla. Við vitum þó að langvía, stuttnefja og álka hverfa með unga sina frá landinu í ágúst— september — vel líklegt að þeir fari á Nýfundnalandsmið — og koma aftur í febrúar—mars. En það er fullt af fuglum þessara teg- unda hér að vetrarlagi, einkum fyrir norðan og austan, en líklega eru það fuglar komnir annars staðar frá líkt og lundinn. Rússar hafa merkt mikið af stuttnefju í sínum norðlægu héruðum, einnig Danir á Vestur-Grænlandi, og mikið af þessum fugli hefur komið fram við Nýfundnaland að vetri. Við þetta má bæta að færeyskrar langvíu hefur orðið dálítið vart við ísland í aprílmánuði. Sandsíli er mikil- vægust fæða svartfugla — Teisturannsóknir þinar, hafa þær almennt gildi fyrir rannsóknir á sjófuglum? 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.