Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 26
Teistupar í tilhugalífi. Myndin er tekin í Flatev á Breiðafirði af Magnúsi Magnússyni. — Já, það má segja það, að því er tekur til þátta sem hún á sam- eiginlega með öðrum sjófuglum. Eins og aðrir sjófuglar verður hún kynþroska mjög seint, verður langlíf — ekki er nákvæmlega vitað hve gömul hún getur orðið, en víst nokkurra áratuga. Pörin halda saman ævilangt, koma til að verpa á nákvæmlega sama stað, í sömu holu, ár eftir ár. Þetta eru atriði sem eru sameiginleg. Svo eru önnur sem gera teistuna frá- brugðna t.a.m. öðrum svartfugl- um. Eins og aðrir sjófuglar verpir hún fáum eggjum miðað við aðrar tegundir fugla, teista á þó yfirleitt tvö, en aðrir svartfuglar eitt. Hún heldur sig t.d. jafnan skammt frá landi. Fæða hennar er líka allt öðruvísi en hinna svartfuglanna, hún lifir mikið á krabbadýrum (rækju), sprettfiski og marhnút. — Hvað er vitað um fæðuval annarra svartfugla? — Það er sitthvað vitað um það. Þeir lifa fyrst og fremst á upp- sjávarfiskum og þeim sem fara í torfum, ólíkt teistunni. Langþýð- ingarmest er sandsíli, en fleiri fiskar skipta máli eins og t.d. loðna og seiði ýmissa þorskfiska og svo síld. Lundinn á líka til að taka ljósátu, burstaorma o.fl. — Má segja að svartfuglar séu í samkeppni við sjómenn um fisk- inn? — Þetta er ein af þessum dæg- urflugum sem koma upp öðru hverju. Menn segja að ógrynni sé af svartfugli og hann éti svo og svo mikið af fiski (sem sé þá mönnum tapaður). En menn gleyma þá al- veg fæðusamsetningunni. Ef til vill er að mestu leyti um að ræða aðrar tegundir en menn sækjast eftir að veiða. Einnig verður að gá að því að þorskfiskar sem svart- fugl étur eru seiði. Það eru geysi- leg náttúruleg afföll í fiskstofnum eins og þorski fram að kyn- þroskaaldri. Seiði sem fuglar éta mundu að miklu leyti drepast hvort eð væri af öðrum orsökum. Það sem svartfugl étur bætist ekki ofan á það sem drepst af öðrum ástæðum. Af þessum sökum er út í hött að tala um samkeppni, a.m.k. að óathuguðu máli. 20—25 þúsund pör af súlu — Þú nefndir áðan áætlaða tölu yfir fjölda stuttnefja og langvía. Hvað er vitað um fjölda einstakl- inga af öðrum tegundum? — Það er mjög mikið ókannað í þessum málum. Þó er vitað að ís- land er gyeismikilvæg varpstöð sjófugla á Norður-Atlantshafi. Nágrannaþjóðir okkar, eins og t.d. Norðmenn, Bretar og Kanada- menn hafa kannað mikið út- breiðslu og fjölda sinna sjófugla, en í þessum efnum er mikil eyða VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.