Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 37
Arctic varfrystiskip, en hafði lítið vélarafl. Varð því að treysta mjög á seglin til gangs. varðandi smíði og útgerð segl- skipa og má þar t.d. nefna að skipasmíðastöðvar hafa enga reynslu í smíði slíkra skipa þar sem bolurinn er allmjög frá- brugðinn bol venjulegra flutn- ingaskipa, sem öll eru flatbotnuð. Það hentar ekki seglskipum. Einnig er reiðinn nýjung og hafa menn helst hallast að því að best væri að láta flugvélaverksmiðjur um að smíða hann, þar sem hann væri nær þeirra verksviði en venjulegra skipasmíðastöðva. Sjómenn eru heldur ekki í stakk búnir til að sigla þessum skipum bæði vegna þess hvað seglabún- aður þeirra er nýtískulegur og vegna þess að flestir þeirra eru aðeins vanir vélskipum. Vindurinn sem viðbótarafl Af öllu því er nú hefur verið nefnt má ljóst vera að útgerð seglskipa að einhverju marki verður ekki á næstu áratugum. Því hefur sú hugmynd komið fram að nýta vindinn sem viðbótarafl og búa þau skip sem nú eru í förum eða í byggingu, hluta af þeim reiða sem seglskip annars þyrfti, ef vindurinn einn ætti að knýja það. Líklegt þykir að 10% af full- um reiða myndi gefa skipi 10% hraðaaukningu og þar með spara 10% af olíu. Mönnum reiknast svo til að þetta myndi ekki hafa mik- inn aukakostnað í för með sér og því væri þessi leið til að nýta vindaflið ákjósanleg. íslendingar hafa gert út nokkur seglskip til vöruflutninga í gegn- um árin það síðasta var selt úr landi skömmu eftir stríðslok. Það eru því aðeins rösk 30 ár síðan seglskipatímanum í sögu okkar lauk. Á árunum 1939 til 1946 voru í förum milli Islands og annarra landa þrjú seglskip. Þau hétu Arctic, Capitana og Hamona. Tvö þau fyrst töldu voru gerð út frá Reykjavík, en það síðast talda frá Þingeyri. Ég mun nú gera grein fyrir þeim í þeirri röð sem þau komu til landsins. En öll voru þau keypt erlendis frá. Fiskimálancfnd keypti seglskip fyrir véiskip Árið 1939 keypti Fiskimála- nefnd seglskipið Árctic. Arctic var FISKVINNSLAN Á BÍLDUDAL H/F Sími 94-2110 Hraðfrystihús — Fiskimjölsverksmiðja — Fiskvinnsla — Freðfiskur — Saltfiskur — Skreið. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.