Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 41
Capitönu um skeið. Hver voru fyrri kynni þín af seglskipum? — Eg var búinn að vera mikið á íslensku skútunum, m.a. á Esth- er með Jóhanni Stefánssyni sem síðar varð togaraskipstjóri og var bæði með eldri og yngri Geir. Á árunum 1914 til 17, í fyrra stríðinu, var ég háseti á Hertu frá Marstal. Egill Jóhannsson, sem lengi var skipstjóri á Snæfelli frá Akureyri var þarna líka háseti. Herta var barkantína og hafði enga hjálparvél. Áður en segl voru dregin upp varð að taka niður rörin sem lágu frá kolaofnunum í íbúðum skipverja og upp á dekk. Þau voru fyrir seglunum. Þetta varð til þess að enginn hiti var í klefunum nema í höfnum. Elda- vélin var upp á dekki. Svo var ég háseti á Eos, sem Jóhannes Reykdal o.fl. í Hafnar- firði áttu. Eos var þriggja mastra barkur og orðinn gamall þegar ís- lendingar keyptu hann. Eins og kunnugt er rak hann upp í vestan ofsaroki rétt austan við Ölfusár- ósa. Við vorum þá á útleið eftir að losaður hafði verið fyrsti og eini farmurinn, sem Eos flutti fyrir eigendur sína í Hafnarfirði. Öll segl voru komin í tætlur og skipið þar af leiðandi alveg stjórnlaust. Það hafði enga hjálparvél. Útlitið var ískyggilegt því brimgarðurinn við Eyrarbakka var framundan. En á síðustu stundu björguðumst við yfir í breskan togara. Þetta var árið 1920. Togarinn, sem bjargaði okkur hét Mary A. Johnson. Hann tók ■niðri á.skerjunum út af Reykja- nesi í næstu ferð og sökk. Mann- skapurinn bjargaðist í skipsbátinn og komst við illan leik til Sand- gerðis. — Hvernig gekk á þessum ár- um að fá menn vana seglum? — Það gekk ágætlega. Það var enginn hörgull á vönum segl- skipamönnum. Það var ekki svo langt um liðið síðan skútuöldinni VÍKINGUR lauk. T.d. hafði 1. stýrimaður hjá mér á Capitönu, Ólafur Sigurðs- son, mikla reynslu í meðferð segla og seglskipa. —- Notuðu þið á Capitönu mikið vélina? — Við vorum aldrei bara undir seglum, keyrðum alltaf vélina með. Ég veit ekki hvað Capitana gekk á seglunum einum, en með vélinni gekk hún í logni 7 sjóm. Mig minnir að hún hafi náð 11 — 12 sjómílna hraða með vél og seglum. Þegar ég tók við Capi- tönu var búið að minnka seglin mikið frá því sem þau upphaflega höfðu verið. Mér þótti alltaf betra að keyra vélina með, bæði gaf það meiri ferð og þyrfti að sigla nálægt vindi var minni hætta á að missa vind úr seglunum. — Yfirleitt er gert ráð fyrir að seglskip þurfi stærri áhöfn en vél- skip af svipaðri stærð og þá sér- Capítana fvrir fullum seglum. Þegar Guð- jón tók við skipstjórn var búið að taka þverseglin niður og setja langsegl í stað- inn. staklega, ef seglskipin eru topp- sigld, þ.e. hafa þversegl. Hvernig var þetta á Capitönu? — Við vorum 12 á Capitönu. Það var skipstjóri, 2 stýrimenn, 2 vélamenn, kokkur og 6 hásetar. Þessi áhöfn var meira en nógu stór, en samkvæmt opinberum fyrirmælum mátti hún ekki vera minni. Hafði 60 tonna blýkjöl og lest- aði 230 tonn — Eins og ég sagði áðan var búið að minnka reiðann á Capi- tönu, þegar ég tók við henni. Það var búið að taka allar rárnar niður svo að hún var orðin það sem kallað var slétttoppa skonnorta. Hafði bara langsegl. Á Hertu frá Marstal, sem var toppsigld og hafði því þversegl á fremsta mastrinu, fokkumastrinu, en þó ekki fremra hásegl, vorum við aðeins 7, þar af 4 hásetar. Við hásetarnir þurftum æðioft að fara út á rárnar. Ég held að ég megi segja að þetta hafi gengið vel, þótt við höfum ekki verið fleiri, og þrátt fyrir rýran kost, því alla tíð var á Hertu naumt skammtaður matur í mannskap- inn. Það var þó verst, þegar kokk- inn vantaði, sem kom ósjaldan fyrir, en þá skammtaði skipstjór- inn matinn. — Skip með langsegl, svo sem Capitana, geta að öðru jöfnu siglt nær vindi en skip með þversegl. Hvað gat Capitana siglt nálægt vindi? — Hún gat siglt allt að 4 strik frá vindi. En það gefur ekki eins mikla ferð og að hafa vindinn aft- ar. Mín reynsla er sú að ekki borgi sig að fara mjög nálægt vindi nema nauðsynlegt sé. Verði maður að sigla eins nálægt vindi og mögulegt er, kemur vélin að góðum notum. — Seglskip þurfa mikla kjöl- festu til að sigla vel, ef til vill allt að 70% af þunga særýmis við 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.