Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Síða 48
Myiul 3: Smokkfisktorfa (a) st>m náðist í
vörpu, 38 KHz, st'iidist. 6.
við í trollinu mátti hins vegar ráða
í. að annað sem lóðaði á, var ljós-
áta og loðna á fyrsta ári (mið-
sjávar á nóttinni. við botn á dag-
inn). mynd lb og mynd 2, en
þorskur við botn, mynd 1. Magar
þeirra smokkfiska er fengust voru
og allir úttroðnir af ljósátu.
Þegar langt var liðið á daginn
var gefist upp á loðnutrollinu og
flottrolli togarans slegið undir.
Trollið var með 82 m höfuðlínu,
allt að 1800 mm möskvum í
vængjum og 155 mm möskvum í
belg og poka. Þegar trollinu hafði
verið kastað hafði mjög dregið úr
torfulóðningum og lítið sem ekk-
ert lóðaði á smokkfiski. Tvær
fremur litlar lóðningar (miðað við
lóðningarnar fyrr um daginn)
komu þó í ljós á dýptarmælum
(mynd 3). Trollinu var miðað á
lóðningarnar og sást að minnsta
48
kosti önnurþeirra fara inn í trollið
á höfuðlínumæli (mynd 4). Þegar
híft var, voru um 3 tonn af
smokkfiski í trollinu, þar af -um
300 kg ánetjuð í belg, sem tiltölu-
lega auðveldlega var hægt að
draga og hrista úr netinu. Lítið var
um að smokkurinn væri ánetjaður
í sjálfum pokanum. Haldið var
áfram að toga með fiskitrollinu
nokkuð linnulaust fram til kvölds
næsta dags. En nú brá svo við að
engar smokkfisklóðningar sáust,
hvorki torfur né dreif, og ekki
fékkst frekari afli en kom úr þessu
eina togi. Siglt var inn í Jökul-
fjarðarkjaft og inn fyrir Æðey í
leit að lóðningum, en án árangurs.
Pokinn var nú klæddur með fínu
neti, en aldrei reyndi á hvort slíkt
var til bóta, því afli eftir þetta var
aðeins nokkrir tugir kg af ánetj-
uðum smokkfiski. Að kvöldi ann-
ars sólarhrings var tilraunum hætt
og haldið inn til Suðureyrar.
Hverju var ábótavant?
í skýrslu um þessar tilrauna-
veiðar ræðir undirritaður nokkuð
um árangur þessarar tilraunar;
ástæður þess að ekki tókst betur til
og framtíðarhorfur. Hér skal
stiklað á aðalatriðum skýrslunnar.
Ljóst virðist, að smokkurinn
sem getur verið mjög sprettharð-
ur, hefur einfaldlega getað forðast
loðnutrollið. Spurning er hins
vegar hvort vænlegt sé að toga
mikið hægar en gert var, og vakn-
ar þá enn sú spurning hvort
loðnutrollið hafi ekki verið of fin-
riðið til þessara nota. Þess ber og
að geta, að við loðnutrollið voru
notaðir hlerar frá flóttrolli togar-
ans, líklega allt of stórir, svo opn-
unin í vörpunni varaldrei meiri en
6—7 fm skv. höfuðlínumæli. Þetta
atriði hefði hins vegar ekki átt að
koma í veg fyrir að einhver
smokkur slæddist inn í trollið.
Fiskitrollið reyndist hins vegar
vel nothæft þegar tæki gáfu til
kynna að einhver smokkur væri
undir. Að sjálfsögðu er eitt árang-
ursríkt tog ekki mikil reynsla, en
bendir þó til þess að kolkrabbinn
smalist þrátt fyrir allt undan stór-
um möskvum.
Veiðar annarra þjóða
Undirritaður hefur gert mikið
til þess að leita frekari upplýsinga
um vörpur sem notaðar hafa verið
til hliðstæðra veiða. Það helsta
sem komið hefur út úr þeim at-
hugunum er, að Japanir, Kan-
adamenn og Rússar stunda nú
smokkfiskveiðar með togvörpu
(aðall. botnvörpu), t.d. við
Japansstrendur, Vestur-Afríku og
austurströnd Norður-Ameríku.
Eftir því sem næst verður komist
er möskvastærð í þessum trollum
mest 200 mm í vængjum (jafnvel
150—100 mm) og síðan minnk-
andi niður í 40—50 í belg og poka.
Talað er um toghraða allt upp í 4
hnúta. Þetta er ekki meiri
möskvastærð (í vængjum) en á
loðnutrollinu sem byrjað var með
á Elínu Þorbjarnardóttur og tog-
hraði jafnvel meiri. Hins vegar
verður að hafa í huga, að hér er
um að ræða veiðar á öðrum teg-
undum, sem eru nokkru eða tals-
vert minni en beitusmokkurinn
„okkar“, svo sem kanadíska
beitusmokknum. Undirritaður
hafði veður af því að Rússar hefðu
veitt kanadíska beitusmokkinn í
flottroll. Við fyrirspurnarbréfi
sem sent var í austurátt, kom svar
seint og um síðir, en í það vantaði
þó mikilsverðustu upplýsingarn-
ar. Rússar toguðu á stórum veiði-
skipum með flottrolli (botnvarpan
mun sennilega og notuð við þessar
veiðar) með góðum árangri við
Kanadastrendur. Lóðrétt opnun í
vörpum var 30 m og 100 m milli
hlera sem svarar líklega til um 40
m láréttrar opnunar. Toghraði var
sagður hafa verið 3,4—4 hnútar.
Um möskvastærð segja Rússar, að
hún hafi verið 60 mm í poka (eins
og Kanadamenn kröfðust) en ekki
VÍKINGUR