Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 55
Norskur sjávarútvegur í lok áttunda áratugsins Eftirfarandi grein sendi Frið- rik Sigurðsson, okkar maður í Noregi okkur nýlega, en hún er rituð af Gerhard M. Gerhard- sen, prófessor við Norska verslunarháskólann. Þessi grein fjallar um stöðu norsks sjávar- útvegs á yfirgripsmikinn hátt, og er víða komið við. Það er margt iíkt með frændum, segir máltækið, og áhugavert er að sjá, að þau vandamál, sem Norðmenn glíma við í sínum sjávarútvegi eru að mörgu lík okkar, þótt áherslumunur sé skiljanlega nokkur og atvinnu- vegurinn fjölþættari þar en hér. Við upphaf nýs áratugar er rétt að líta til baka og kanna farinn veg. Þrátt fyrir alla erfiðleika og skuggalega spádóma hin síðari ár eru þó nokkrir sem grætt hafa á útgerð og fiskiðnaði. Sumir full- yrða að þeir erfiðleikar sem nú er við að etja verði brátt úr sögunni. Nýlega lét sjávarútvegsmálaráð- herra hafa það eftir sér að hann teldi að Norðmenn ættu eftir að sjá „útgerðina í uppvexti“. Máli sínu til stuðnings benti hann á að Norðmenn fá ráðstöfunarrétt yfir stórum hafsvæðum í nánustu framtíð og gætu Norðmenn þá einbeitt sér að skipulegri stjórn veiðanna. Hringnótasjómenn hafa fyrir sitt leyti fullyrt að ef vel verður haldið á spöðunum í framtíðinni og að engu flanað sé von mikillar tekjuaukningar. Er það mjög jákvætt þar sem miklar sviptingar áttu sér stað í norskum sjávarútvegi í lok síðasta áratugar. Fjöldi skipa hefur verið rekinn með tapi og Norðmenn ahfa stað- ið í deilum við íslendinga um. loðnuveiðarog átt í vandræðum með Rússa í sambandi við skipt- ingu afla í Barentshafi. Sjómönnum fækkar Síðastliðin tuttugu ár hafa orðið miklar breytingar. Tölur sýna að starfandi sjómönnum fer stöðugt fækkandi og á áru.num 1960—1971 fækkaði þeim úr 61.000,- niður í 35.000,- eða alls um 43%. Á sama tíma jókst hins vegar afli úr 1,3 miljón lestum upp í 2,8 miljón lestir eða alls um 53%. Afli á hvern sjómann jókst úr 22 tonnum 1960 upp í 80 tonn á hvern sjómann 1971. Ástæðuna fyrir þessum gífurlegu breyting- um má meðal annars rekja til gífurlegrar tæknibyltingar á þess- um tíma, sem til dæmis leiddi til margskonar tækninýjunga, svo sem í staðsetningar- og fiskleitar- tækjum, svo og nýjunga í gerð skipa og veiðarfæra. Einnig má geta þess að mannskap á nóta- skipunum fækkaði um helming og má í beinu framhaldi af því nefna að nú er í hönnun sjálfvirkur nótalagningarbúnaður. Hjá þorskveiðiflotanum urðu þáttaskil við komu litlu skuttogaranna. Á síðari hluta nýliðins áratugs komu til sögunnar meðal annarra al- hliða fiskiskip útbúin til veiða í nót eða flottroll eða línu svo dæmi séu tekin. Annars urðu miklar breytingar í línuútgerð við komu sjálfvirka línulagningarbúnaðar- ins („autoline"). Það er tímans tákn að fleiri og fleiri fiskiskip eru nú í eigu fisk- verkunarfyrirtækja. Þessi þróun hlýtur að leiða af endurskoðun á 55 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.