Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 57
lögum um ferskfisk og lögum um fiskveiðiheimildir. 35 feta trilla fyrir 1—2 menn kostar í dag 400.000.- til 450.000.- n.kr. með öllum útbúnaði. Fjár- festing í togurum er þó öllu meiri þar sem fjárfesting á hvern mann er allt að 1.000.000.- krónur og á nótaskipum ennþá meiri, en þar er hún allt að 2.000.000.- kr. á hvern sjómann. Um 1970 jókst mjög stjórnun veiða við Noregsstrendur. Norð- menn tóku upp einir þjóða kvóta- skiptingu í Norðursjó bæði fyrir síld og makríl, og í Barentshafi kvótaskiptingu á loðnu, en þrátt fyrir þessar ráðstafanir tókst ekki að koma í veg fyrir ofveiði á ýms- um tegundum. Enginn stofn þolir aukna sókn Samsetning heildaraflans hefur breyst mjög á tveimur síðustu áratugum. Norður-Atlantshafs- síldin hvarf og allar síldveiðar voru bannaðar, en loðnuaflinn jókst úr 100.000 lestum upp í 2.000.000 lestir á örfáum árum. Makrílveiðar jukust einnig; heildarafli 1960 um 20.000 lestir, en 1967 var aflinn kominn upp í 870.000 lestir, en síðan hefur afl- inn farið minnkandi. Litlar breyt- ingar urðu á þorskafla á umræddu tímabili (1960—67) en samt sem áður fer þorskafli minnkandi. Spár fiskifræðinga stóðust ekki fyrir síðasta ár en þá reyndist þorskaflinn ekki verða nema 700.000 lestir, og verður aðeins leyft að veiða 390.000 lestir á þessu ári, en fyrir nokkrum árum var rætt um að hámarksafli á þorski 1980 gæti orðið 1,6 miljón lestir, þannig að heldur hefur dregið af norðurhafs þorskstofn- inum. Það nýjasta og kannski alvar- legasta við lok áttunda áratugar- ins er það að miðað við ástandið í dag finnst varla sá fiskstofn sem kemur til með að þola aukna sókn. Að vísu gæti kolmunni haft þýð- ingu í nánustu framtíð eða þá það að Norðmenn hæfu veiðar á kríli við suður-heimskautið eða fengju jafnvel heimild til veiða í land- helgi annarra þjóða. Það sem þó hefur kannski valdið mestum breytingum í sjávarútveginum upp á síðkastið er setning laga um efnahagslög- sögu frá 1. janúar 1977. Margir fögnuðu þessari lagasetningu og töldu hana til mikilla bóta fyrir sjávarútveginn. Þá fékkst ráðstöf- unarréttur yfir fisktegundum innan lögsögunnar. Engum datt í hug að Norðmenn myndu lenda í loðnustríði við íslendinga eða eiga í deilum við Rússa um yfirráðarétt í Barentshafi eða lenda í deilum við Efnahagsbandalagið um skiptingu afla í Norðursjó og á nálægum miðum. Það er ekki laust við að það sé útlit fyrir hernaðarlega og pólitíska mála- miðlun í þessum deilum sem gæti leitt til ofveiði. Verkun aflans er kapítuli út af fyrir sig. Því miður hefur allt of stór hluti makríls- og loðnuaflans farið í bræðslu. Lengi vel hefur verið unnið að tilraunum á fram- leiðslu eggjahvítuþykknis til manneldis og tæknilega séð er ekkert í vegi fyrir að hefja fram- leiðslu. í markaðsmálum hafa hinar miklu breytingar á fiskstofnunum hin síðari ár haft töluvert að segja. Þegar síldin hvarf hurfu um leið allir markaðir fyrir síld til mann- eldis. Útflutningur þorskafurða var nokkuð stöðugri. Markaður fyrir frystan fisk varð aðallega þar sem hátt markaðsverð ríkti, eða á Bretlandseyjum og í Norður- Ameríku. Önnur framleiðsla svo sem saltfiskur, skreið og þess háttar minnkaði síður en svo og var svo á tímabili að meiri hagn- aður var af sölu slíkrar framleiðslu en af frystum fiski. Aukin sam- STÍGANDI H/F ÓLAFSFIRÐI KAUPUM FLESTAR SJÁVARAFURÐIR SÍLDARVERKUN FRAMLEIÐUM SALTFISK OG SKREIÐ 96-62273 Heimasími 96-62139 VÍKINGUR 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.