Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Síða 59
Mikið hneykslismál var á döf- inni, og þar kom við sögu mill- jónerasonur, sem var höfuðpaur í símavændissamtökum. Blöðin skýrðu ítarlega frá öllu saman, en fréttamennirnir virtust þó hafa misst af einu atriði réttarhald- anna. Yndisfagrar stúlkur stóðu í röð ásamt verjendum sínum, litu þrjóskulega til dómarans og héldu fram sakleysi sínu. Sú fyrsta tók sæti í vitnastólnum, lyfti pilsinu og sýndi allt, sem lög leyfðu, og leit biðjandi til dómarans. „Hvað starfið þér?“ spurði dómarinn. „Ég er sjónvarpsleikkona og fyrirsæta, og þessi andstyggilegi lögreglumaður hafði engan rétt til að taka ...“ „Sextíu dagar. Næsta vitni.“ Hún var hnáta frá New Or- leans. Og þegar dómarinn spurði um atvinnu hennar, sagði hún drafandi: „Ég er fyrirsæta, yðar virðuleiki. Brjóstahöld. Ég er ekta þrjátíu og átta. Sjáið?“ Og hún dró djúpt að sér andann. „Þrjátíu og átta dagar.“ Hver stúlkan kom af annarri og allar þóttust vera fyrirsætur. Að lokum skakklappaðist sú síðasta í stólinn, húkti þar og leit með leiðum svip á dómarann. „Og hver er atvinna yðar?“ „Mín?“ hún yppti öxlum. „Það lítur út fyrir, að af öllum þessum kvensum hérna sé ég sú eina, sem er bara venjuleg, gömul hóra.“ „Hvernig ganga viðskiptin?“ glotti dómarinn. „Skítlega, dómari góður,“ stundi hún, „síðan allar þessar fyrirsætur komust í spilið.“ * Maður týndi verðmætum hundi, auglýsti eftir honum í blaði og bauð fimm hundruð dollara í fundarlaun, en án árangurs. Hann lagði leið sína á skrifstofu blaðs- ins. „Ég þarf að tala við auglýs- ingastjórann," sagði hann. „Hann er fjarverandi,“ sagði sendisveinninn. „Jæja, aðstoðarmann hans.“ „Hann er líka fjarverandi.“ „Nú, ritstjórann þá.“ „Hann er líka úti.“ „Hvert í logandi. Eru allir á burt?“ „Já, þeir eru allir að leita að hundinum.“ VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.