Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 61
Emil Pétursson: Kolbeinshaus Enn ég lít þig.löðri bleyttan lygnum undan bárunum, einan standa óáreittan undir þarahárunum og hlusta á kollu- og kríuraus, Kolbeinshaus. Mér að streyma minningarnar, ég minnist þess er barn ég var. Til þín voru ferðir farnar af fjörulöllum æskunnar. Kátt var oft er kólgan gaus við Kolbeinshaus. Nú er fjaran fagra horfin, fer að styttast veran þín, er þú klettur öldum sorfinn okkur hverfur bráðum sýn, kafinn moldar köldum hnaus, Kolbeinshaus. Fjörulallar flestir eru farnir héðan burt úr heim á æðra stig í aðra veru ofar að svífa vítt um geim. En klökkur ég þyl mitt karlaþaus, Kolbeinshaus. Að þér verður sjónarsviptir sveinum þeim er kynntust þér, er aldrei framar létt sér lyftir af loðnum kolli fuglager. Nú kveð ég þig minn klettahaus, Kolbeinshaus. Emil Péíursson er fæddur á ísa- firði 1904. Lauk járnsmíðanámi í Héðni 1925 og Vélskólaprófi 1927. Undirvélstjóri á e.s. Wille- moes 1927—28 og síðan á Esju (I) 1928—29. Vélstjóri á skipum Skipaútgerðar ríkisins 1931—49 og síðan yfirvélstjóri hjá Skipa- deild SÍS þangað til nú fyrir skömmu að hann lét af störfum. Þegar ég var barn að alast upp í Skuggahverfinu, þá lagði ég oft leið mína í fjöruna þar niður undan ásamt öðrum drengjum. Þá voru uppsátur þarna, bæði framundan Völundi og svo inni í Rauðarárvíkinni. Við fórum oft út í Kolbeinshaus og rerum stundum upp að honum þegar við gátum fengið skekktu lánaða. Svo átti ég þarna leið um um daginn, og þá sá ég að búið var að hrúga þarna mold fram að Kol- beinshaus, og bráðum verður hann víst kaffærður. E.P. VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.