Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 65
r Sveinn Þorbergsson heidursfélagi V.S.F.Í. Sveinn Þorbergsson Á aðalfundi Vélstjórafélags íslands, sem haldinn var þann 6. janúar 1980 var samþykkt tillaga um, að Sveinn Þor- bergsson, vélstjóri, yrði gerður að heiðursfélaga V.S.F.Í. Sveinn er fæddur 12. apríl 1899 að Klúku, Ketildala- hreppi og er sonur hjónanna Þorbergs Bjamasonar, bónda og sjómanns, og Guðnýjar S. Sveinsdóttur. Hann lauk Mótornámskeiði Fiskifélags íslands hinu minna árið 1928, hinu meira í Reykjavík árið 1940 og lauk síðan viðauka- prófi 1947. Sveinn hefur starfað sem vélstjóri samtals í 35 ár og var lengst af á skipum Landhelgisgæslunnar. Sveinn var einn af stofn- endum Mótorvélstjórafélags íslands og var í stjórn þess frá upphafi og í stjórn Vélstjóra- félags íslands frá sameiningu félaganna og til 1977. Hann fékk heiðursverðlaun Mótor- vélstjórafélagsins 1949 og Vélstjórafélagsins 1969ogauk þess heiðursmerki Sjómanna- dagsins 1967. Hann er kvænt- ur Jónínu Björgu Guðlaugs- dóttur og eiga þau þrjú upp- komin börn. í tilefni af heiðruninni var Sveini haldið smásamti og afhent heiðursskjal með áletr- uninni: Sveinn Þorbergsson Vélstjórafélag íslands hefur á aðalfundi sínum þann 6. janúar 1980 kjörið yður heiðursfélaga fyrir frábær störf í þágu félagsins. VÍKINGUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.