Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 8
Sl«?Pfð Vegabréf eða sjóferóabók veróur aö hafa Farmanna- og fiskimannasam- bandinu svo og Sjómannasamband íslands hafa borist bref þar sem ræðismaður íslands í Cuxhhaven tilkynnig aö samkvæmt nýjum regl- um þar í landi, þá verði þeir menn framvegis teknir fastari tökum sem ekki hafa meðferóis vegabréf eða sjóferðabók viö komuna til Chux- haven. Framvegis verði þeir menn sektaðir sem ekki hafi meðferðis fyrrnefnd skilríki og ef slíkt gerist oftar en einu sinni mega menn bú- ast við að verða ákæröir. Athyglisverð árbók frá íslandi, — segja Norö- menn Jslendingum hefur tekist þaö aftur. Árið 1982 er ekki liðið, en samt er fyrirtækið lceland Review komið á markað með bókin lceland Fisheries yearbook 1982," svo segir norska tímaritið Fiskets Gang um fiskveióibók íslands, sem kom út fyrir skömmu. Fiskets Gang segir ennfremur, aö árbókin sé mjög skýr á allan hátt og við greinargóðar skýringar og greinar bætist við fallegir litir. Aug- lýsingar margra framleiöenda eru ekki síður litríkar og bera með sér aö íslendingar skilji hvernig eigi að ná árangri á mörkuðum. Væri ekki fiskveiöabók sem þessi, æskileg fyrir fiskveióiþjóð, sem Noreg? spyr Fiskets Gang. 1100 kössum af Rússafiski hent á haugana Sífellt berast fregnir af lélegum gæöum íslensks fisks. Fyrir nokkr- um vikum var skýrt frá því að um 1200 kössum af Ameríkufiski hafi verið hent, sökum þess hve gæðin voru léleg. Nú hefur Víkingur fengið staðfest að fyrir skömmu hafi 1100 kössum eða íkringum 25 tonnum af frystum fiski hafi þurft aó henda vegna lé- legra gæða frá einu frystihúsanna á Akranesi. Þetta var fiskur sem fara átti á Rússlandsmarkaó og segja menn aó fiskurinn hljóti aó hafa verið úldinn þegar hann var frystur, einfaldlega sökum þess að Rússar hafa aldrei krafist jafn mikilla hrá- efnisgæóa og Bandaríkjamenn. Svona nokkuð hlýtur að vekja menn enn frekar til umhugsunar um hvaö sé aö gerast í gæðamálum íslenskra sjávarafurða og Ijóst er aö eitthvað róttækt veróur að gera ef ekki á illa aö fara. (sland og Albanía Fyrir nokkru var haldinn alþjóð- lega matvælasýningin í París, ein- hver sú stærsta sem haldin hefur verið í heiminum. Nokkrir íslend- ingar sóttu þessa sýningu og þaó vakti athygli þeirra að hvorki Sölu- miðstöð hraófrystihúsanna né sjávarafurðadeild Sambandsins notuðu tækifærió til að kynna ís- lenzkar fiskafurðir á Evrópumörk- uðum. Reyndar var ekkert íslenzkt fyrirtæki þátttakandi í þessari sýn- ingu og af Evrópuríkjum voru að aöeins ísland og Albanía sem tóku ekki þátt í sýningunni. Þó svo að íslenzk fyrirtæki hafi ekki kynnt íslenzka fiskinn, þá gerðu Færeyingar það. Föreya Fiskasala var með stóran bás á sýningunni og í myndarlegum bæklingi sem þeir gáfu út mátti sjá mynd af þorskflökum seldum á Bandaríkjamarkaði undir vöru- Eceland 4AQO Fisheries S^Ö^Yearbook 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.