Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 10
Kol og gufa koma á ný Japanska fyrirtækið Mitsubishi Heavy Indursties afhenti nýlega ástralska skipafélaginu Australian National Line, 74.700 tonna skip. Það er ekkert nýtt að Mitsubishi afhenti skip, en þetta skip er frá brábrugðið öðrum skipum, sem byggð hafa verið í heiminum síð- ustu 26 árin að því leyti að það er kolakynnt. Örfá kolakynnt skip hafa verið byggð í heiminum frá stríðslokum. Árið 1945 voru byggð 2 skip og árið 1956 var eitt skip byggt, einn- ig fyrir Australian National Line. Það var kynnt með kolum fyrstu 7 til 8 árin, en þá var kötlunum breytt yfir í olíu. Nú hafa hlutirnir snúist við á ný og kolin eru á ný orðin hagkvæmari til orkugjafa um borð í skipum en olían. Norska blaðið Noregs Handels og Sjöfartstidende segir nýlega að áhugi manna fyrir að láta aflvélar skipa brenna kolum hafi aukist mikið að undanförnu og nú séu einnig fjöldinn allur af orkuverum og iðnaðarverðum sem noti kol sem orkugjafa. í Noregi hafa sementsverksmiðjur til dæmis hætt að nota olíu og þar er nú brennt kolum. (Sementverksmiðja ríkisins á Akranesi mun von bráð- ar nota kol í stað olíu). Ástæðan fyrir þessum breyttu við horfum er einfaldlega, að kol eru nú tiltölulega ódýrari orku- gjafi en olía. Verð á jarðolíu er um þessar mundir kringum 180 doll- arar tonnið, en kolatonnið er selt á 40 dollara. Kaloríuinnihald kol- anna er ca. 60% af því sem olían inniheldur. Ef miðað er við verð og kaloríuinnihald, þá eru kolin um það bil 270% hagkvæmari í innkaupum sem orkugjafi, en þau hafa líka marga vankanta. Því þarf engann að udnra að menn hafi nú áhuga á að nota kol til að knýja skipin áfram. Það eru ekki aðeins Ástralíu- menn sem hafa sýnt áhuga á að nota kolin á ný um borð í skipum. Vitað er um 7 skip af stærðinni 36 til 75 þúsund tonn, sem nú eru í smíðum og eiga að brenna kolum. S.s. River Boyne. S.s. River Boyne skipið sem Mitsubishi smíðaði er búið 4.200 rúmmetra kolaboxum. Daglega nokun af kolum er talin vera um 220 tonn, sem þýðir ca. 485 gr./- BHK/Klst. Skipið er sérstaklega smíðað til að flytja bauxít frá Weipa til Gladstone á norður- strönd Ástralíu. Sökum þess hver grunnt er á þessari leið er há- marksdýpt skipsins, fullhlaðið, 12.2 metrar. Lengd skipsins er 355.0 metrar og breiddin er 25.35 metrar. Vélasamstæður. Vélasamstæðurnar eru tvær Combustion Engineerings kælar, sem framleiða alls 70.000 kg. af gufu á klukkustund miðað við 475°c og 60 kg/cm . Aðalhverfill- inn er Mitsubishi Heavy Industri- es og framleiðir hann 19.000 BHK sem hámarkskraft. Venjulegur skrúfuhraði er 80 snúningar á mínútu og meðalhraði er 15.8 mílur á klukkustund. Kolunum er skipað þannig um borð, að þeim er blásið með þrýstilofti og er hægt að skipa 100 tonnum um borð á klukkustund. Kolin, sem notuð eru, eru frekar smá yfirleitt minni en 13 mm. Kolaboxin eru smíðuð úr ryðfríu stáli, til þess að hliðar boxanna verði eins hálar og frekast er kost- ur. Til að ná til kolanna á sem auðveldastan hátt, þá er þeim skotið með þrýstilofti inn í kynd- arstæðin og sérstakir hristarar losa um þau í boxunum. Eigendur River Boyne hafa mikla trú á útgerð skipsins og halda því fram, að það muni skila góðum hagnaði á komandi árum. VÍKINGUR Nokkur gufuskip eru enn í notkun í norska kaupskipaflotanum. Hér er eitt þeirra „Böröysund“. 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.