Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 11
Hirtshals:
Þar er allt tíl staðar
t’yrir sjávarútveginn
nema fiskurinn
Það eiga margir íslenskir sjómenn góðar minningar frá Hirts-
hals, litla bænum á Norður-Jótlandi, sem er einn stærsti útgerðar-
staður Danmerkur og var í mörg ár annað heimili íslenskra síld-
veiðisjómanna. Þaðan eru nú gerðir út 240 bátar, flestir af stærð-
inni 50 til 70 tonn, en að auki eru gerð út þaðan 10 nótaskip eða
nótaskipafloti Dana, tvö skipanna bera íslensk nöfn, ísafold og
Geysir, en Ámi Gíslason skipstjóri, sem býr í Hirtshals á hlut í þeim
báðum og á skipunum eru enn nokkrir íslendingar.
Það er ekki eins mikið um að vera í Hirtshals nú og á síldarár-
unum, en þá var lagt í gífurlega uppbyggingu hafnarinnar og alls-
konar þjónustufyrirtækjum komið á fót, eins og til dæmis skipa-
smíðastöð, sem tekur allt að 1500 tonna skip í þurrkví. Þjónustu-
fyrirtæki sjávarútvegs í Hirtshals eru almennt mjög vel búin tækj-
um og heimaflotinn leitar ekki út fyrir bæinn eftir þjónustu, þá er
mikið um að skoskir og sænskir bátar sæki viðhald til Hirtshals.
Paul Nielsen fyrit utan skrífstofubyggingu Hirtshals Vod- og Trawlbinderi.
VÍKINGUR
Hirtshals er bær á stærð við Akur-
eyri, en ef þorpin utan við bæinn
eru talin með, búa um 30 þúsund
manns á Hirtshals svæðinu svo-
nefnda. Bærinn stendur rétt aust-
an við Hirtshals-vitann, sem lýsti
og gerir raunar enn, sjófarendum
á leið yfir bugtina til Skagen. Á
dögum seglskipa þótti þessi sigl-
ingaleið frekar háskaleg og sand-
urinn milli Hirtshals og Skagen
geymir mörg skip, sem hafa
strandað.
Til skamms tíma var höfnin í
Hirtshals vond og varnargarðarnir
sem þar voru megnuðu ekki að
stöðva andardrátt Ægis. Því var
ráðist í að byggja mjög stórar og
volduga varnargarða og þykir
höfnin nú prýðisgóð þegar inn er
komið. Hins vegar er innsiglingin
enn viðsjárverð og ekki er langt
síðan að fiskibátar fórust þar.
Á danska vísu er Hirtshals mjög
ungur bær. Eiginleg byggð mynd-
aðist þar ekki fyrr en upp úr 1930,
en þá var fyrsti hlut hafnarinnar
tekin í notkun. Með tilkomu
hafnarinnar jókst útgerð frá
Hirtshals. Gamla höfnin í Hirtsh-
als var um 50 þúsund fermetrar að
stærð, en nú er höfnin rúmlega
11