Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 17
Bátar í slipp hjá Hans Svendsen. sviðum eru engir fremri íslend- ingum.“ Hirtshals Vod- og Trawlbinderi var stofnað árið 1941 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins þar í april s.l. var Willy Hansen, er hann lést. Paul Nielsen segir, að velta fyr- irtækisins sé í kringum 20 milljónir d.kr. á ári og helmingur fram- leiðslunnar sé fluttur út. 25% af útflutningnum fari til Grænlands, en fyrirtækið hafi ennfremur við- skiptavini í S-Ameríku, Banda- ríkjunum, Bangladesh, á Ind- landi, í Ástralíu á Nýfundnalandi og á Nýja Sjálandi, svo einhver lönd séu nefnd. Þar til að síldveiðar í Norðursjó voru stöðvaðar var uppsetning á síldarnótum stór þáttur í rekstri Hirtshals Vod- og Trawlbinderi, en síðan þá hefur fyrirtækið sett upp mikið af makríl nótum.“ Það er eitt sem ég furða mig á og það er hversu síldar- og loðnunætur eru dýrar á íslandi og reyndar líka í Noregi. Okkur reiknast nú til að nætur frá okkur séu allt að helm- ingi ódýrari en frá aðilum á ís- landi og í Noregi,“ segir Paul Verið var að ljúka við þessa yfirbyggingu í skipasmíðastöð Hans Svendsen. Nielssen og bætir við að nauðsyn- legt sé að fylgjast að verði á efninu á hverjum tíma, því það sé ærið mismunandi frá framleiðenda til framleiðenda. Hafa einangrað lestar margra ísl. skipa Hirtshals Skumisolering aps nefnist fyrirtæki í Hirtshals sem er með framkvæmdir út um alla Danmörku og í nokkrum nálæg- um löndum Danmerkur. Þetta er tiltölulega ungt fyrirtæki, en það sérhæfir sig í að einangra lestar báta og skipa og sér þá jafnframt um klæðningu á lestinni. Eigandi fyrirtækisins Ole Ejstrup sagði þegar við ræddum við hann, að hans fyrirtæki hefði gengið frá lestum flestra þeirra íslenzku skipa, sem breytt hefur verið í Danmörku og á þessu ári myndu þeir einangra og gang frá að öllu leiti nokkrum lestum í íslenzkum fiskiskipum. „Einangrunarefnið sem við notum er Polyurethan og hefur reynst mjög vel í alla staði, eins og dæmin sanna. Við erum nú búnir að vinna við einangrun á fiskiskipalestum í 15 ár og það hefur sýnt sig, að því betur sem lestarnar eru einangraðar, því betri verða gæði fisksins," segir Ole Ejstrup. Ole segir ennfremur, að það sé ekki aðeins á Norðurlöndunum, sem þeir hafi átt við að einangra lestar fiskiskipa, það hafi þeir ennfremur gert í Miðjarðarhags- löndum, Afríku og meira að segja í Asíu. VIKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.