Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 39
kvæmni innan línuveiða um 30— 50%, innan netaveiða 20-40%, innan togveiða 20-30% og nóta veiða 20-30%. Tæki og búnaður Helstu tæki sem munu koma á markaðinn í framtíðinni eru tæki sem stýra skipinu á sem hag- kvæmastan hátt og ný fiskileit- artæki. Tæki sem geta dregið úr hreinni fiskileit þannig að þar má spara olíu um 10-30%. Með því að hafa hæggengar veljar má minnka olíunotkunina um 25-40%. Nýjar veiði- og geymsluaðferðir Hér er hægt að spara og fá meira fyrir fiskinn t.d. með því að geyma hann í lofttæmi, frysting um borð og fleira. Einnig mætti fá sérstök skip til þess að flytja aflann frá miðunum til þess að fá fulla nýtingu út úr veiðiskipunum. Markmið með sjávarútvegi í framtíðinni hlýtur að verða að: Framleiða mat fyrir mannkynið, tryggja atvinnu og öryggi og fleira. Veiðiskipin verða líka að standast auknar kröfur. Framleiðnin verð- ur að aukast helst tvö til fjórfald- ast. En við verðum líka að styrkja til muna menntun sjómanna og þeirra sem að sjávarútvegi vinna. Sérstaklega er nauðsynlegt að auka menntun innan líffræði, tæknifræði, rekstrarfræði og vél- fræði. Framundan er tími með fækkun sjómanna, aukið olíu- verð og óvissu hvað varðar fisk- stofnana. Til þess að mæta þessu verðum við að berjast fyrir auk- inni framleiðni, orkusparnaði og bættum flota. Norskur sjávarútvegur ber keim af þröngsýni og því að allir reyna að ota sínum tota, það finnst eng- in sameiginleg heildarstefna þannig að ekki er von á góðu. Þess vegna er nauðsynlegt að allir hóp- ar innan sjávarútvegsins, sjómenn og samtök þeirra, þjónustugrein- arnar, stjórnvöld og stjórnmála- menn og fiskifræðingar komi saman til mótunar heildarstefnu sem síðan mætti a.m.k. reyni að fylgja markvisst. En allar breytingar mæta mót- spyrnu. Það er svo innan eðlis- fræðinnar, hversdagslega, í stjórnmálum og innan sjávarút- vegsins. Hinn almenni sjómaður er þessu vanur og hann tekur breytingum með jafnaðargeði en það er ekki hægt að segja um hinn þétta skóg samtaka, ráðuneyta og nefnda sem er að finna innan sjávarútvegsins og sem hafa áhrif á hið daglega líf sjómannsins. Vilji stjórnvalda til að hreinsa aðeins upp í þessum skógi verður að vera til staðar þannig að eðlileg þróun innan sjávarútvegsins geti átt sér stað. En sjávarútvegurinn þarfnast fjármagns sem hann hefur ekki sjálfur undir höndum. Þá komum við að viðkvæmum punkti. Á að sprauta inn fjármagni allsstaðar þar sem kvartað er undan fjár- skorti. Slíkt gervilíf sem margar greinar innan sjávarútvegsins lifa í dag, sífelldur peningastuðningur af hendi hins opinbera er aðeins hægt að réttlæta yfir styttra tíma- bil. En það er svo miklu meira en þetta sem að framan er getið sem mætti nefna en nú í lokin verðum við að gera okkur grein fyrir því að fyrsta og veigamesta hlutverk sjávarútvegsins er matarfram- leiðsla til handa jarðarbúum og í því felst bæði ábyrgð, alvara og möguleikar. Hafið er matarskrín sem við verðum að nota á sem skynsam- astan hátt. Lykillinn að þessu skríni er í okkar höndum í dag. Við verðum að gæta okkar svo að við töpum ekki þessum lykli. Friðrik Sigurðsson stytti og snéri. VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.