Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 41
Lífeyrisrétturinn mikilvægur þegar þörf er á bótagreiðslum — segir Olafur Þór Ragnarsson sem er 100% öryrki til sjós Skyldu margir sjómenn ennþá gera lítið úr þeim öryggisráðstöf- ununi sem gerðar hafa verið til að vernda líf þeirra um borð? Þessi spurning kom upp í hug minn þegar ég heyrði vinkonu mína segja frá samtali sem hún varð vitni að í gleðskap með sjómönnum. Þeir voru að gera frín að félaga sínum sem alltaf var með hjálm og örvggislínu við vinnuna. Eiginkona eins þeirra stóð þá reyndar upp og kvaðst ekki trúa því að maður sinn mæti sig og börn sín svo lítils að hann notaði ekki þessi öryggistæki. Viðniælandi okkar í dag er Ólafur Þór Ragnarsson sem vinnur hjá Landhelgisgæslunni í landi, eftir að liafa slasast um borð í togara og verið dæmdur 100% öryrki til sjós. Við ræðuni við Ólaf um feril hans á sjónum en liann var m.a. bátsmaður hjá Guðmundi Kærnested í báðum þorskastríðunum og um slysið og afleiðingar þess. Ólafur í skýli Landhelgisgæslunnar á Ingólfsgarði. Hann getur ekki farið meir á sjó en segir að miklu hafi munað fyrir sig að fá svo fljótt vinnu eftir slysið. Ákvað 17 ára að verða sjómaður Ólafur er fæddur í Reykjavík 1940 og er Reykvíkingur í marga ættliði. Hann ólst upp á Grettis- götunni, sonur Andreu Jónsdóttur og Ragnars Lárussonar sem lengi var fátækrafulltrúi Reykjavíkur- borgar og siðar forstjóri ráðning- arskrifstofu borgarinnar. „Pabbi var sjómaður þegar hann var ungur, fór síðan í verka- mannavinnu í landi en vann sig smám saman upp í þetta starf. Hann var mikill sjálfstæðismaður, var m.a. í borgarstjórn og fer lík- lega í starfið beint í gegnum póli- tíkina,“ segir Ólafur. „Við vorum tíu systkinin, en átta komust upp. Ég er í miðjunni. Tveir eldri bræður mínir gengu menntaveg- inn og eru háskólamenntaðir en bæði skólafélagar mínir og æsku- félagar ætluðu sér á sjóinn, það hefur sjálfsagt haft áhrif á mig. Ég fór fyrst á báta á sextánda ári en ákvað að verða sjómaður 1958. Þá réð ég mig á Hallveigu Fróðadóttur og var á henni í tvö ár. Þar kynntist ég úrvals sjó- mönnum, Sigurður Þórarinsson var skipstjóri, Ragnar Franzson 1. stýrimaður og Guðmundur Ein- arsson sem kallaður var „rosi“, bátsmaður. Maður lærði mikið á þeim tíma. Mig langaði að kynn- ast siglingunum og réðist til Eim- skipafélagsins 1960. Fyrst var ég á Gullfossi, það var oft skemmti- VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.