Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Síða 66
Samantekt: Guðmundur Sæmundsson
M/S Hvassafell
og aðdragandi að stofnun skipadeildar S.Í.S.
Vöruflutningaskip með 2000 ha.
díselvél af Fiat-gerð. Stærð: 1690
brúttólestir — 1143 nettólestir —
2300 DW lestir. Aðalmál: Lengd
78,37 m. — Breidd 23,34 m. —
Dýpt 5,40 m. Smíðað úr stáli hjá
Ansaldo-skipasmíðastöðinni í
Genova fyrir itölsku sjórnina og
ætlað til hergagnaflutninga. Sam-
band ísl. samvinnufélaga festi
kaup á skipinu í smíðum og voru
samningar undirritaðir 2. apríl
1946.
Það var afhent S.Í.S. 12. ágúst
sama ár og hlaut þá nafnið
Hvassafell. Fyrsti skipstjóri þess
var Gísli J. Eyland (1886-1972), er
áður var skipstjóri hjá útgerðarfé-
lagi K.E.A. Frá Genova sigldi
skipið til Trapani á Sikiley og
lestaði þar 2000 tonn af vörum
aðallega salti. Frá Sikiley hélt
Hvassafell afur til Genova, en
hafði þar skamma viðdvöl. Síðan
var haldið heim á leið með við-
komu á Bretlandseyjum. Þaðan
sigldi Hvassafell á þremur sólar-
hringum til íslands. Hreppti það
illt veður á leiðinni frá Bretlandi,
en reyndist hið besta sjóskip.
Hvassafell kom til heimahafnar
sinnar Akureyrar árla morguns
hinn 27. september 1964. Var þá
ekki liðið hálft ár frá því samn-
ingur um kaup á skipinu var und-
irritaður af Gunnari Larsen, þá-
verandi útgerðarstjóra, f.h. S.I.S.
Hvassafell var fyrsta stóra skipið,
sem íslendingar eignuðust eftir
heimstyrjöldina síðari og var það
um skeið stærsta flutningaskip ís-
lenska farskipaflotans.
Hvassafelli var valin heimahöfn
á Akureyri, bæði vegna þess að
skipinu var ætlað að bæta að
nokkru úr millilandaflutningum
til Norður- og Austurlands og
einnig annarra landshluta utan
m/s Hvassafell
66
VIKINGUR