Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 69
rekstur skipsins hafi gengið vel frá upphafi, þegar frá er talin vélar bilun snemma á útgerðartíma þess, sem þó var bætt að fullu svo og þriggja mánaða viðgerðartími vegna strands skipsins á Siglufirði, haustið 1957. Að öðru leyti reynd- ist Hvassafell hið mesta happaskip svo að auðsætt var að skipaútgerð S.Í.S. mundi vaxa með árunum sem raunbar vitni. Allt frá því að Hvassafell var afhent S.Í.S. á Ítalíu 1946 til ársloka 1961 hafði það siglt samtals 564.214 sjómílur, flutt 396,641 tonn af vörum og haft 1337 viðkomur á íslenskum höfn- um. Á þessum 15 árum hefur Hvassafell einnig haft víða dvöl erlendis, þó að oftast væri það í siglingum milli íslands og Evrópuhafna fór það einnig í ferðir bæðit til Noðrur- og Suð- ur-Ameríku, auk viðkomustaða í Norður- og Vestur-Afríku. Skipið sigldi nokkrar ferðir til Miðjarð- arhafslanda árin 1947-1951. Flutti það saltfisk til Portúgal, Spánar, Ítalíu og Grikklands, en margs- konar varning til baka. í þessum ferðum var stundum komið við á stöðum, þar sem ekkert íslenskt skip hafði áður komið. Má þar nefna hafnarborgina Iraklion á Krít þar sem lestaðar voru rúsínur, á meðan skotbardagi var háður stutt frá höfninni vegna borgara- styrjaldar er þar geysaði um þessar mundir. Einnig var stundum höfð viðkoma í Algier og Oran í Norð- ur-Afríku. Lengsta ferð skipsins var þó farin í ársbyrjun 1952 til Brasilíu, en það var fyrsta sigling íslensks skips þangað. Með þessari Brasi- líuför Hvassafells var brotið blað í sögu íslenskra siglinga að því leyti, að íslenskur saltfiskur var flutlur beint til Brasilíu og kaffi og sykur tekið þar til baka og skilað til ís- lensku kaupfélaganna hringinn í kring um landið. Stundum flutti Hvassafell heila timburfarma frá Hvítahafshöfnum Rússlands. Archangelsk og Kovda til ýmissa hafna í Evrópu. Var hér um leigu- ferðir að ræða hin síðari ár þegar skipsins var ekki þörf hér heima. Skipið var einkar hentugt til þungavöruflutninga, af því það hafði svonefnda einþilju „single deck.“ í slíkum lestum er hentugt að flytja sement, salt, kol, timbur og aðrar hliðstæðar vörur, sem engin hætta er á að skemmist Tommi: — Það sagði maður við mig, að ég væri mjög líkur þér. Jenni: — Og hvað sagðir þú? Tommi: — Ekki neitt. Hann var miklu stærri og sterkari en ég. ★ Maður kom hlaupandi að far- miðasölunni. — Þessi lest, másaði hann. — Ef ég hleyp get ég þá náð henni? — Ég skal segja þér lagsi, sagði miðasalinn. — Ef þú hleypur, get- urðu farið fram úr henni. Prestur einn var alldrukkinn, er hann átti að jarðsyngja kerlinu. Þegar láta átti kistuna síga niður í gröfina, kom á daginn að reipi vantaði. — Æ látið helvítis kerlinguna bara dúndra, sagði þá prestur. ★ Hans og Anna voru hjón í kaup- stað á norðurlandi. Hans var smiður, mesti hæglætismaður, en Anna svarkur hinn mesti og var jafnvel talin hafa framhjá bónda sínum. Þau höfðu lítilsháttar greiðasölu og hýstu gesti. Danskur slátrari leigði eitt haust hjá þeim hjónum. Hann var góður heim að sækja vegna eigin þunga. Var skipið mikið í slíkum flutningum. Hvassafell kvaddi ísland er það sigldi frá Reyðarfirði til útlanda hinn 24. janúar 1964. Eftir rúm- lega 17 ára langa og góða þjónustu í þágu íslenskra samvinnumanna var skipið selt Portúgölum. Það var afhent hinum nýju eigendum í Rotterdam 17. mars 1964 og hlaut þá nafnið Ana Paula og var skrá- sett í Panama. og ærið kvennhollur. Mátti heyra inn til þeirra hjóna ef gestir voru hjá slátraranum. Eitt kvöld heyra þau, að kven- maður er inni hjá þeim danska. Anna verður fokhneyksluð en einnig forvitin og segir við bónda sinn: — Boraðu nú gat á þilið svo ég geti séð inn til þeirra. — O, þess þarf ekki, segir Hans með mestu hægð. — Gatið er þarna síðan þú varst hjá honum síðast. VIKINGUR 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.