Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 9
Einstök uppfínning brædra í Eyjafiröi: Sjálfvirk færavinda — þarf bara aö gera að fiskinum, vindan sér um hitt, segja sjómenn Bræðumir Davíð t.h. og Níls Gíslasynir við vinduna sem komið var fyrir í bát frá Bátasmiðju Guðmundar, á Iðnsýningunni. Ekki fór mikið fyrir fyrirtæk- inu DNG h/f á sýningunni, þeir voru með aðstöðu um borð í bát frá Bátasmiðju Guðmundar h/f frá Hafnarfirði. Hins vegar er sjálfvirka færavindan sem DNG h/f sýndi, einstök í sinni röð og vakti mikla athygli þeirra sem hana skoðuðu. Bræðurnir Davíð og Níls Gísla- synir, eigendur fyrirtækisins, voru staddir um borð og voru fúsir til að kynna fyrir lesendum Víkings, kosti sjálfvirku færavindunnar sem þeir hafa hafið framleiðslu á. Þeir bræður sögðust hafa gert til- raunir í þessa átt í sex ár og síð- astliðin tvö ár hafi vindan verið að taka á sig þá mynd sem hún er í nú. Fyrsta vindan var prófuð við veiðar í fyrra, en nú eru sjö vindur í notkun á sjónum. Einn þeirra sem stundað hefur sjóinn með vindu frá DNG er Marinó Péturs- son á Bakkafirði og kvað hann þær í einu orði sagt, dásamlegar. Það eina sem þarf að gera er að gera að fiskinum. Vindan sér sjálf um að draga hann. Eins og handfæramönnum er kunnugt, hafa verið fluttar inn norskar færavindur en á þeim eru einir þrettán takkar sem læra þarf á, auk þess sem þær eru mjög fyrirferðarmiklar. Á vindunni frá þeim bræðrum eru hins vegar engir takkar, aðeins eitt handfang til að setja hana af stað og bremsa og er það jafnframt „segulpenni“ sem notaður er til að velja still- ingar. Stillingarnar fara þannig fram, að segulpenninn er borinn að ákveðnum hvítunt hringjum á VÍKINGUR stjórnborði tækisins, síðan er hann settur aftur á handfangið. Vindan er algerlega vatnsheld, rafeindabúnaðurinn er innsteypt- ur í plastmassa og allir málmhlutir úr seltuvörðu áli eða ryðfríu stáli. Allar stillingar eru sjáanlegar í ljóstölum. En grípum niður í kynningar- bækling frá DNG: 1. Enginn gír og engin kúpling, gimishjólið er sett beint á mótor- öxullinn. Það er einmitt þessi mótor sem gerir útslagið á gæðum og eiginleikum þessa tækis. Hann er alveg ný hönnun og allar hug- myndir um hann koma frá þeim bræðrum Davíð og Níls Gíslason- um. Hér er um að ræða samtvinn- aðan rafmótor og rafeindabúnað, sem hefir eiginleika sem hafa verið óþekktir hingað til. 1) Þolir að vera fastur í fullu átaki, svo lengi sem verkast vill án þess að brenna yfir eða hitna. b) Má gjarnan snúast á móti sinni eigin snúningsátt. c) Hæggenguroghefirþá mýktog sveigjanleika í hreyfingum sem gerir færavinduna að drauma- tæki. (Gefur eftir á bárunni þegar verið er að draga upp fisk í veltingi o.s.frv.) d) Togkrafturinn á girnið er stillanlegur í 10 þrepum. Þarna er stilltur inn hraðinn á öllum hreyfingum (röskleikinn) og mýktin á átakinu. 2. Það myndast aldrei slaki á girninu og því flækist það alls ekki. Þetta vill gerast á öðrum tegund- um í útrennsli, þegar veltingur er mikill. (Sumar tegundir gera út- rennslið stirðara í veltingi). DNG vindan er útbúin þannig að mótorinn grípur inn í slakann í tæka tíð. Þetta kemur þannig út að girnið dregst létt út af hjólinu þótt það sé veltingur, án nokkurs slaka. 3. 16 stillingaþrep á fisknæm- leika. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.