Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 22
Mvndin sýnir notknn j>ánia eða kerja á hinum ýmsu stigum, frá |iví að þeir koma úr verksmiðjunni úr framleiðslu og hringrás þeirra úr gámageymslu um liorð í skip eða í fiskverkun og (il haka. Gámur þessi er bæði hannaður fyrir lyftara og unnt er að hífa hann upp. Framleiðsla þessara gáma hófst á sl. ári á vegum fyrirtækisins Norm-x h.f. og hafa verið seldir rúmlega 200 gámar sem notaðir eru í m/s Gunnjón, nýju skipi Gauksstaða h.f., Garði. Þessir gámar hafa nú verið í notkun í rúmt ár á þorsk- og síld- veiðum. Einvörðungu hefur verið ísað í þessa gáma. Fiskgæðin hafa verið í samræmi við björtustu vonir, öll meðhöndl- un í landi hefur verið, með lyftur- um og hefur það verið til verulegs hagræðis, en um borð í Gunnjóni hefur hinsvegar þurft að flytja gámana til tóma með handlyftur- um og handafli. Ljóst var að unnt væri að ná mun betri árangri í vinnuhagræð- ingu um borð í fiskiskipum ef mögulegt reyndist að hanna sér- stakan búnað í lestum þannig að 22 mannshöndin þyrfti sem minnst að koma við gámana, bæði við fyllingu þeirra, flutning á sinn stað í lestinni og losun lestarinnar við löndun. Undanfarna mánuði hefurfarið fram könnun á slíkum kerfum í samvinnu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnunar Islands og aðstandenda Norma hf. og Norm-x h.f. Nú er svo komið að hugmyndir liggja fyrir um ákveðið gáma- flutningskerfi er þátttakendum í umræddri könnun þykir rétt að hannað sé til fullnustu og reynt um borð í fiskiskipi. Lýsing á gámaflutningakerfi Gert er ráð fyrir að nota Norm- x 750 plastgáma. Gámar þessir eru með tvöföldu plastbyrði með frauðeinangrun á milli. Þeir þola mjög vel högg og hnjask og eru fyllilega sambærilegir að styrk- leika við málmgláma. Þeir þola einnig mjög vel að saltað sé í þá og hefur ekki orðið vart neinna áhrifa af salti eða öðru. Með því að gámarnir eru einangraðir er ekki sama þörf á sérstakri lestarein- angrun, sem verður að teljast hag- kvæmt. Eins og flutningskerfi þetta er fyrirhugað er unnið að flokkun og ísun fisksins strax að aðgerð lok- inni. Það verður að teljast mikill kostur að flokka fiskinn strax ofaní gámana og ætti þetta tví- mælalaust að stuðla að hærra fiskverði jafnt á innlendum sem á erlendum markaði. Einnig væri e.t.v. hægt að nýta fiskimjölshrá- efni sem nú er hent. Gámaflutn- ingskerfið verði í fyrsta áfanga eins og áður sagði miðað við í m/s Júpíter, og að notaðir verði Norm-x 750 gámar, þótt stefnt verði einnig að því að nota það fyrir fiskkassa á flutningspöllum. Sé tekið mið af m/s Júpíter getur aðallest skipsins tekið um VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.