Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 23
300 slíka gáma. Hver gámur rúm- ar u.þ.b. 650 kg og er því mögu- leiki á geymslu á um 190 tonn af fiski að viðbættum ís. ef miðað er við nauðsynlegt ísmagn um 15% þarf skipið að geta tekið um 29 tonn af ís í veiðiferð. Þó að ísvél sé höfð um borð er óhjákvæmilegt að taka ís í landi miðað við þetta magn. Geymslumöguleikar um borð eru með ýmsum hætti en vel mætti hugsa sér að nýta tóma gáma sem ísgeymslu og kæmi ein- angrunin þar að gagni. Ef fylgst er með ferli fisksins eftir aðgerð fer hann þá strax í flokkun og ísun eins og fyrr segir. Þegar gámur er orðinn fullur fer hann í lyftu sem staðsett er mið- svæðis. Með lyftunni fer gámurinn niður í lest. í lestinni getur lyftan hreyfst þverskips eftir sérstakri braut. Lestinni er skipt niður með grindum er mynda brautir fyrir gáma og ganga brautirnar lang- skips. Með lyftunni er lestinni skipt í tvo hluta og ganga braut- irnar þannig út frá lyftunni í tvær áttir. Þegar gámur kemur niður í lest er honum ekið í lyftunni að þeirri braut þar sem honum er ætlaður staður og síðan inn í brautina á sérstökum færsluvagni sem er hluti lyftunnar. Um leið og fullum gámi er skil- að er náð í tóman gám og hann færður upp á aðgerðarþilfar. Þar sem brautir í lestinni verða a.m.k. 18 í fremri hluta og 18 í aftari hluta lestarinnar er tiltölu- lega auðvelt að stærðarflokka fiskinn í lestinni t.d. þannig að gámar er standa í sömu braut innihalda sama flokk. Jafnvel má hugsa sér að lyfta og færsluvagn væru tengd við míkrótöflu sem einnig geymdi upplýsingar um flokkun. Tölvan myndi stýra bún- aðinum eftir ákveðnu forriti og kerfið þannig alsjálfvirkt. Við löndun sækir færsluvagn- inn fullan gám inn í braut og færir VÍKINGUR hann síðan upp á efra þilfar þar sem annaðhvort löndunarkrani skipsins eða krani úr landi tekur við og færir fiskigámana beint á bíl. Geta tveir menn þannig séð um löndun einir með því að annar stjórni lyftunni af milliþilfari en hinn sjái um að koma gámunum frá efra þilfari og í land. Skýrsla Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í nýútkomnum Tæknitíðindum sem gefin er út af R.f. er birt skýrsla þeirra Sigurjóns Arasonar og Ásgeirs Matthíassonar starfs- manna stofnunarinnar, um notk- un fiskkerja um borð í veiðiskip- um en þeir hafa unnið að rann- sóknum á notkun kerjanna um nokkurn tíma. Við grípum niður í skýrslu þeirra: Vangaveltur af þessu tagi eiga sér langa sögu bæði erlendis og hér á landi. í fyrstunni voru enn stærri ker eða gámar reynd við hinar ýmsu aðstæður. Gámarnir voru úr stáli, alúmínum eða plasti 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.