Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 50
íslenski hópurinn, f.v. Ágúst Einarsson, Kristján Pálsson, Einar Jónsson, Óskar Vigfússon, Jón Jónsson, dr. Jakob Sigurðsson og Ingólfur Falsson. jökul til Syðri-Straumfjarðar þurfti flugvél af þessari stærð að taka auka bensínbirgðir þannig að hún gat aðeins tekið 5 farþega. Stærri flugvélar hentuðu engan veginn svo fámennum hóp. Málin voru athuguð áfram og hjólin fóru að snúast. Sendinefnd frá borgar- stjórn Reykjavíkur þurfti að endurgjalda heimsókn bæjar- stjórnarfulltrúa frá Nuuk. Ásamt tveimur færeyskum fulltrúum á fiskveiðiráðstefnuna slógust borg- arstjórnarmenn í hópinn. Fengin var stór leiguflugvél frá Grön- landsfly og skipulögð heimsókn heils fótboltaliðs frá Nuuk hingað, auk bæjarstjórnarfulltrúa frá Nanortalik sem fylltu vélina af hálfu vestanmanna. Við vorum að fara tii Grænlands til þess að ræða samvinnu og það kom í Ijós, að vart var hægt að komast til lands- ins án þess að hafa samvinnu við 50 heimamenn. Þetta hlaut að vera brýnt verkefni þessi samvinna. Farkostur okkar til vesturflugs- ins var undratækið DASH 7, sem er fjögurra hreyfla kanadísk flug- vélartegund, er tekur um 50 far- þega (ef ekki er um mjög langt flug að ræða) og þarfnast ótrú- legra stuttra flugbrauta. Græn- land er fjöllótt land og óslétt með afbrigðum, þannig að nær hvergi finnst hentugur staður undir flug- braut, þó af stystu gerð sé. Ame- ríkanar hafa byggt 3 herflugvelli í landinu og eru þeir notaðir sem farþegaflugvellir af Grænlending- urn en syðsta völlinn á Stokkanesi (Narssarsuaq) hefur herveldið yfirgefið fyrir löngu. Sá hængur er þó á, að þessir vellir eru eiginlega langt frá allri byggð, eða þéttbýli, og liggja á áreyrum innst inni undir jöklum. Út frá þessum flug- völlum fer svo innanlandsflugið frant, að mestu nteð þyrilvængjum er setjast á steinsteypta palla er finnast í öllum þéttbýliskjörnum. Nú hafa landsmenn sjálfir samt byggt sinn fyrsta flugvöll; 800 m langa flugbraut sem sprengd hefur verið í bergið rétt utan við Godt- háb með ærnum tilkostnaði. Ann- ar slíkur völlur er í byggingu uppi í Jakobshavn. Þyrlurnar eru geysi dýrar í rekstri, en Grönlandsfly hefur nú eignast tvær af áður- nefndum DASH vélum og flýgur þeim á milli Godtháb og áður- nefndra flugvalla. Þyrilvængjur munu þó um ófyrirsjáanlega framtíð verða meginstólpinn í grænlensku innanlandsflugi. Lagt af stað ,,Hástélja“ eins og grænlenska nafn hennar ntun þýða tók sig á loft af Rosmhvalanesi á fáeinum handarbreiddum og stefndi í VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.