Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 55
Verið að landa rækju. dúnsbændum til hrellingar skal sagt frá því að þarna mátti sjá „pokaendur'k snyrtilega plokk- aðar og pakkaðar inn í plast, merktar sínu rétta nafni. Þá töldu gárungar í íslensku sendinefnd- inni sig þekkja Valla víðförla, þótt kominn væri í sneiðar með áletr- uninni „hvalrossköd“. Stöðvar- stjórinn upplýsti að umsetning þeirra á rostungakjöti væru þó aðeins um 7 tonn á ári, enda þætti kjötið ekkert sérstakt góðgæti. Þá var komið að fiskiðjuver- unum. Rækjuverksmiðjan sem Konunglega Grænlandsverslunin rekur í Sisimiut er sennilega ein sú stærsta (tæplega 10 þús. tonna umsetning af ópillaðri rækju á ári) og fullkomnasta sem yfirhöfuð þekkist. Þar gat að líta 8 pillunar- samstæður og allt gekk síðan fyrir tölvum og færiböndum. Rækjan er að verða ein best nýtta auðlind landsmanna. Heildaraflinn er kominn upp í tæp 50 þús. tonn á ári (móti 8—9 þús. tonna heildar- afla hér á landi). Rækjuvertíðin í Holsteinsborg stendur allt árið, utan tvö síðustu ár, að óvenjuleg ísalög hafa tafið veiðar seinnipart vetrar. Þorskstofninn við Græn- land hefur hins vegar verið í mik- af útlendingum (V-Þjóðverjum) við A-Grænland. Á stuttum tíma hafa veiðar Grænlendinga breyst úr strand- veiðum báta í úthafsveiði togara. Fyrir nokkrum áruin áttu Græn- lendingar aðeins örfáa skuttogara. Nú hefur orðið stórbreyting á og þeir eiga orðið um 30—40 nýleg togskip, sem ekki eru þó öll af þeirri stærð sem við myndum flokka undir skuttogara. Frysti- húsið í Holsteinsborg gaf í engu eftir því sem maður á að venjast hér á landi. Fiskveiðar og fisk- vinnsla í Grænlandi eru þannig að rniklu leyti rekin sem háþróuð at- vinnugrein. Hitt er svo annað mál, að mest öll þekking og menntun í greininni er enn í höndum Dana eða útlendinga. Að því hlýtur þó að koma að „innfæddir“ yfirtaki reksturinn sjálfir og þróun í þá átt er þegar hafin. Eins og hingað hafa verið sendir ungir bændur til náms frá Grænlandi sýndist okkur Islendingum ráðlegt að bjóða Grænlendingum pláss í sérskólum hér á landi svo sem í Fiskvinnslu- skólanum og Sjómannaskólanum til þess að flýta fyrir þessari þróun. Haldið heim Ráðstefnunni var lokið og það illi lægð. í kringum 1960 voru veidd um 450 þús. tonn af þorski viðlandið. í kringum 1970hrapaði þessi afli niður í 100 þús. tonn og síðar niður úr öllu valdi. Nú er aflinn á bilinu 50—60 þús. tonn og þar af taka útlendingar um 15 þús. tonn. Orsakir hins mikla hruns í þorskstofninum eru fyrst og fremst taldar vera umhverfisþætt- ir, þ.e. kólnandi stjór, en nú virðist stofninn heldur vera á uppleið. Af karfa er veitt um 30—40 þús. tonn á ári, en sá afli er nær allur tekinn Rækjubátur sem verið er að landa úr. VIKINGUR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.