Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 59
úr. UtanheirrllJf Atvinnuleysi norskra sjó- manna: 3400 farmenn eru nú atvinnu- lausir. Atvinnuleysið nær til allra stétta neina rafvirkja. Olíutekjur Norðmanna: Norska ríkið fékk 30 milljarða N.kr. í skatta og framleiðslu- gjöld 1982 af olíunni á norska sökklinum. I.T.F. ályktun: l.T.F. leggur til að siglinga- þjóðir í Vestur-Evrópu greiði útlendingum á skipum sínum sama kaup og löndum sínum. Atvinnuleysi er mikið meðal sjómanna í Evrópu. vegna innrásar sjómanna frá þróun- arlöndunum er vinna fyrir mjög lágt kaup á Evrópu- mælikvarða, en er samt mjög gott samanborið við hið lága kaup þróunarlandanna. Norröna, flaggskip Fær- eyinga: Norröna, flaggskip Færeyinga kostar ca. 130 millj. dkr. eftir umfangsmiklar breytingar. Það er um 390 millj. ísl.kr., eða eitt skuttogaraverð. Norr- öna er 7500 brúttó tonn byggð 1973 og tekur 1040 farþega og 286 fólksbifreiðar. Vel gengur hjá Lauritzen: 19 skip og 6 borriggar skiluðu 865 millj. dkr. í bróttóágóða 1982. Starfsmannafjöldi skipafélagsins: 865 til sjós og 280 í landi. Uncle Sam á í seli: Bandaríkjamenn eiga 446 skip undir þæginda fánum, 47,2 millj. tonn dw. Kjölfarið, er orðið langt: Mærsk Post segir frá því að Kurt Brændkilde, skipstjóri hafi á 25 ára starfsaldri sínum hjá félaginu, lagt að baki 1.633.250 sjómílur eða vega- lengd samsvarandi 73 ferðum umhverfis jörðina, mun það met vera óslegið hjá þeirri út- gerð, 130 skipum. Grikkir skilja skipin eftir: Grísk stjórnvöld eru áhyggjufull, vegna þess að þeim grísku skipum fjölgar stögugt, er áhafnirnar skilja eftir víðs vegar um heiminn, og fara sjálfar heim. Eins og stendur eru yfir 30 skip liggj- andi víðsvegar um heim, er þannig er ástatt fyrir. Orsak- irnar eru greiðsluþrot eig- enda, og umboðsmanna þeirra. Grísku sendiráðin hafa orðið að hjálpa 600 sjómönn- um (grískum, og erlendum) til síns heima. „Star 5hipping“ Star shipping hefur 2 fjöl- hæfnisskip í smíðum, í Skála í Færeyjum. Skipin, eru hönn- uð fyrir: gáma, pallettur, skutbrú er fyrir ökutæki, kæli- og frystilest er í þeim. Hliðarop á síðu. Á efstaþilfari er pláss fyrir 42 20 feta gáma. Verð pr skip 122 millj. ísl.kr. Ganghraði 14— 15 sjómílur. Burðarafl 1700 tonn dw. Lyftigeta kranans, er 25 tonn. 1 skip fyrir lausafarma, og gáma stærð 400 tonn dw. yfir- tekið í Fredrikshavn, í Dan- mörku. „Svo dýr getur saltfiskurinn orðið“. 428 kr. kílóið. Fiskur dýr í Brasil. 146 N.kr. kostar 1 kíló af væntan- lega 1. flokks saltfiski í Rio de Janero, samkvæmt norskum heimildum, eða 428 kr. ís- lenskar kílóið. Meti svo sjó- maðurinn sinn hlut. „Vestlandia“ Systurskip Olavur Greger- son (nú Selfoss). Stærð 75000 rúmfet, kæligeta — 25°C 1525 tonn dw. (brúttó 1072). Lyfti- geta krana 20 tonn. 2 systurskip munu nú þegar pöntuð, frá verftinu í Skála í Færeyjum. Lokaorð: Þannig hafa Færeyingar ýmist tekið við eða fá um 14 — 15 kaupskip á árunum 1982 — 1983. Öll ný, að Smyrli undanskildum. 7 — 8 ný- byggingar, eru í pöntun. Auk þess liggja fyrir beiðnir í fær- eyskum bönkum, lánabeiðnir um kaup á ca 10— 12 skipum notuðum. Hvað höfumst við íslend- ingar, að í þessum málum? Fróðlegt væri, ef einhverjir sæu sér fært að stofna til um- ræðu um þau mál. Með kveðjum, Sigurbjörn Guðmundsson. VIKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.